Iðunn - 01.06.1887, Blaðsíða 99
385
Sagan af Sigurði formauni.
og þegar Sigurður sofnaði svona fram á borðið,
skipti enginn sjer af því. Hann var látinn eiga
sig, og allt af, þegar menn komu á fætur um morg-
uninn, var Sigurður formaður horfinn. þegar hann
vaknaði á næturnar, þá fór hann út, hægt og hljótt,
svo að enginn vaknaði við, gekk að bátnum sín-
um við bryggjuna og setti hann á sjó.
Og svo sigldi hann heim út í Vík nær því hvern-
ig sem veður var.
IV.
Svona var sagan af Sigurði formanni, sem
veitingamaðurinn í Fjarðarkaupstað sagði okkur.
Okkur þórarni varð eiginlega ekki svefnsarnt um
nóttina; við vöknuðum hvað eptir annað og fórum
að tala saman, allt af um Sigurð formann, og við
vorum að hlakka til, að hann yrði ekki farinn,
þegar við kæmum á fætur, svo við gæturn tekið
betur eptir honum.
En þegar við komum á flakk, var Sigurður all-
ur á burtu.
þegar við svo riðum suöur heiðina aptur og fór-
um fram hjá sæluhúsinu, hafði livorugur okkar orð
á, þótt bjartur dagur væri, að vert væri að fara
af baki og litast um þar inni.
það var ekki laust við, að hrollur færi um okk-
ur, þegar við sáum sæluhúsið, þar sem þessi at-
burður hafði orðið fyrir svo sem fjörutíu árum.
Svo liðu mörg ár.
Fyrst framan af hugsaði eg opt um Sigurð for-
Iðunn. V. 25