Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1944, Síða 3

Ægir - 01.02.1944, Síða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 37. árg. Reykjavík — febrúar—marz 1944 Nr. 2-3. Davíð Ólafsson: Sjávarútvegurinn 1943 Þess hefur áður verið getið hér, að árið 1942 hafi verið tímamótaár fyrir sjávarút- veginn. Á því ári skall á dýrtíðaralda sú, sem nær hafði fært í kaf allt athafnalif í landinu, og kom hún einmitt harðast niður á þeim atvinnuveginum, sem er aðalmátt- arstoðin undir efnahagslegri velferð þjóð- arinnar, sjávarútveginum. Er dýrtiðarald- an skall yfir, hafði verið ákveðið, fyrir heilt ár fram í tímann, verðið á aðalframleiðslu- vöru hinnar smærri útgerðar, en stórút- gerðin var bundin við hámarksverð á er- lendum markaði og benti allt til þess, að það verð ætti fyrir sér að lækka í náinni framtíð, enda varð og sú raunin á þegar á árinu 1943. Fram til ársins 1942 hafði afkoma út- gerðarinnar yfirleitt verið góð, með nokkr- um undantekningum þó, en það fór ekki hjá því, að þróun sú, sem átti sér stað seinni hluta þess árs, liefði sín óheilla- vænlegu áhrif á afkomuna og hefur því verið gerð nokkur skil hér áður, og skal því ekki rakið nánar að þessu sinni. En á árinu 1943 hélt þessi óheillavæn- lega þróun áfram, þótt í smærri stíl væri. Að vísu hafði tekizt að stöðva hækkun- ina á vísitölu framfærslukoslnaðar i árs- lokin 1942 og nokkur lækkun varð í árs- byrjun 1943, svo að kaupgjald fór ekki hækkandi úr því. En ýmsir aðrir liðir í kostnaði útgerðarinnar fóru hækkandi eigi að síður, auk þess sem ýmsir aðrir erfið- leikar fóru vaxandi, svo sem með útvegun véla í fiskibáta og varahluta í vélar. En verðlagið á afurðum útgerðarinnar fór ekki hækkandi. Samningurinn um sölu á fiskframleiðslunni, sem skyldi gilda þar til á miðju ári 1943, var framlengdur út árið, með smávægileguin breytingum, en verðlag á lýsi var lægra en áður. Auk þess kom að því, sem ávallt mátti búast við, að hámarksverðið á ísvarða fiskinum í Bret- landi var lækkað yfir sumartímann og fram á haustið. Þróunin er því auðsæ: lækkandi afurðaverð — hækkandi útgerð- arkostnaður. Ef áframhald verður á því, getur það einungis endað á einn hátt: í stöðvun framleiðslunnar. Hlýtur þá sú spurning að vakna, hvernig þetta óeðlilega og hættulega misræmi milli afurðaverðs- ins og framleiðslukostnaðarins hafi skap- azt og hverjar orsakirnar séu. Skal þá fyrst litið á kostnaðarhliðina og athugað hverjar orsakir liggja til hinna miklu hækkana á útgerðarkostnaðinum, sem orðið hafa síðan fyrri hluta ársins 1942. Það er raunar nokkrum erfiðleikum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.