Ægir - 01.02.1944, Side 41
Æ G I R
71
Loks bendir þangið á, að verði af hálfu
Alþingis eða ríkisstjórnar skipuð nefnd til
að finna varanlega lausn á verðbólgunni,
þá verði ekki gengið fram hjá sjávarútveg-
inum við þá nefndarskipun, en fiskifélag-
inu falið að tilnefna fulltrúa til jafns við
aðra aðila.“
Fiskveiðasjóður.
„Fiskiþingið leggur ríka áherzlu á það,
að fiskveiðasjóður verði nú, meðan fé er
fyrir hendi, efldur sem mest, svo hann hafi
handbært fé til nauðsynlegra nýbygginga á
skipum og fiskiðnfyrirtækjum þá þegar er
ófriðarástandinu léttir. Vill fiskiþingið i
þessu sambandi vekja athygli á því, að rétt
sé fyrir sjóðsstjórnina að nota fyrirliggj-
andi heimild um handhafaskuldabréfalán
fyrir allt að 4 milljónum króna.
Jafnframt telur þingið sjálfsagt, að sjóð-
urinn fái sjálfstæða yfirstjórn, óháða öðr-
um lánsstofnunum, og að fiskifélagið hafi
fulltrúa í sjóðsstjórninni.“
Meira mótornámskeið.
„17. þing Fiskifélags íslands mælir ein-
dregið með, að Alþingi það er nú situr sam-
þykki frv. til laga um breytingar á lögum
nr. 71 23. júní 1936 um kennslu í vélfræði,
sem borið er fram á Alþingi og merkt 34.
mál.
Vegna þess hve notkun ýmissa raftækja
hefur aukizt mjög og fer stöðugt vaxandi
um borð í mótorbátum, telur fiskiþingið
nauðsynlegt, að á vélfræðinámsskeiðunum,
bæði þeim minni og hinum meiri, verði
aukin nokkur kennsla í rafmagnsfræði um
meðferð þeirra raftækja, sem notuð eru i
bátunum.“
öryggismál.
„17. þing Fiskifélags íslands álylctar,
vegna hinna tíðu og miklu sjóslysa, að
beina því til réttra hlutaðeiganda, að vera
vel á verði um allt, er lýtur að hleðslu
skipa, hvort sem er við veiðar á hafi úti
cða siglingar landa á milli, um styrkleika
og sjóhæfni skipa, að björgunar- og ör-
yggisútbúnaður sé sem beztur og fullkonm-
astur.“
Mótorvélar.
„Fiskiþingið lítur þannig á, að metj hin-
um mikla fjölda vélategunda í fiskibátuin
horfi til stórra vandræða, þar sem svo
miklum erfiðleikum er bundið að fá nægi-
lc-gar birgðir af varahlutum og beri að
stefna að því að takmarka fjölda þeirra.
Einnig að víðtækt eftirlit sé haft með öll-
um nýkeyptum vélum og þær reyndar hér
af sérfróðum mönnum áður en þær eru
teknar til notkunar. Þetta eftirlit telur
þingið eðlilegast og sjálfsagðast að fela
fiskifélaginu, þar sem það hefur reyndan
vélfræðing í þjónustu sinni, og felur þingið
stjórn fiskifélagsins í samráði við vélfræð-
ing félagsins að athuga þetta og gera til-
lögur um.
Bendir þingið útvegsmönnum á nauðsyn
]jess, að þeir teiti álits vélræðiráðunauts
félagsins, er þeir festa kaup á mótorvélum
í skip sín.“
Beitumál.
„Fiskiþingið leggur eindregið á móti
samþykkt frumvarps til laga um beitumál,
sem vísað var til fiskiþingsins af milli-
þinganefnd Alþingis í sjávarútvegsmálum.
Hins vegar itrekar fiskiþingið þá kröfu
sína, að sett verði heimildarlög um há-
marksverð á ferskri og frosinni síld, sem
seld er til beitu, og lögboðið sé mat á beitu-
sild, sem tekin er til frystingar, bæði þegar
luin er tekin í frystihúsin og þegar síldin
er seld úr frystihúsunum. Þótt verðlags-
stjóri hafi eins og nú standa sakir heimild
til að ákveða hámarksverð á beitu, telur
fiskiþingið heppilegast að fela fiskifélaginu
Jjessi mál og sett sé um það sérstök löggjöf,
sem m. a. ákvæði, að á tímabilinu 1. ágúst
til 1. okt. ár hvert sé vikulega safnað skýrsl-
um um beitubirgðir, og sé fyrir ágústmán-
aðarlok útlit fyrir beituskort, heimilist
fiskifélaginu að gera ráðstafanir um aukn-
ar beitubirgðir i samráði við rikisstjórn-
ina.“