Ægir - 01.02.1944, Side 44
74
Æ G I R
fiskur sé jaí'ngildi nýs fisks. Og það er
hætt við, að líkt sé þessu farið annars
staðar.
Ég bendi á þessi atriði af því, að mér
finnst, að yfirleitt geri menn sér of glæsi-
legar vonir um sölu á freðfiski strax að
ófriðnum loknum og sumir álíta jafnvel, að
salan geti þá orðið ótakmörkuð í allar átt-
ir. Menn nefna meðal annars það, að Þjóð-
verjar muni hafa aukið freðfiskframleiðslu
mjög mikið í Noregi og' skipulagt söluna í
Þýzkalandi og um alla Miðevrópu. Þetta
er sennilegt, en þó ekki vitað með neinni
vissu, hvort ræða væri um annað en striðs-
fyrirbrigði, þó hér væri rétt frá skýrt. Og
þó að þarna hafi opnast mikill markaður,
þá er líklegt að sömu aðilar og nú noti
Jiann að ófriðnum loknum, og það getur
orðið erfiðleilíum bundið fyrir okkur, að
ná þar einnig fótfestu. Það má minna á, í
þessu sambandi, að í Meðevrópu hefur
ávallt verið lítil fislíneyzla. Sunnan til i
Jjessum löndum var harðfisliur fyrrum
Jieyptur lítils háttar, saltfiskur alls ekki og
nýr sjávarfiskur óþekkt fæða hjá almenn-
ingi. Meiri háttar veitingarhús munu þó
inörg ár hafa getað boðið upp á fiskrétti,
eftir að hraðar samgöngur komust á, og
mun þetta hafa verið gert vegna ferða-
rnanna, sem liunnu fislískortinum illa.
Nokkrum árum fyrir ófriðinn gerðu Norð-
menn itrekaðar tilraunir með sölu á nýj-
um og frystum fiski í Miðevrópu, en Jiær
báru litinn árangur, og má sjá þetta af út-
fJutningsskýrslum Norðmanna árin 1934—
1938. í löndum, þar sem menn hafa kyn-
slóð eftir kynslóð lifað að mestu án þess-
arar fæðu, finnst mönnum ekki þörf á að
neyta hennar. Hitt er annað mál, að ef
hægt er að skipuleggja söluna svo vel, að
jafnan sé hægt að hafa góða, óskenupda
vöru á boðstólum, og selja fyrir svo lágt
verð, að menn sjái sér hag í að kaupa hana
inóts við aðra fæðu úr dýraríkinu, þá er
mannfjöldi í Jiessum löndum nógur til þess,
að markaður gæti orðið fvrir allan Jiann
fisk, sem fiskveiðaþjóðirnar geta án verið.
En Jiað er of mikil bjartsýni að búast við
að Jiessi markaður verði til í hendings
kasti. Þetta verður vonandi, þegar kæli-
vagnar og kælitæki eru alls staðar tiltæk,
og allar matvælabúðir geta selt vöruna
beint úr kæliskápum. Þessi tæki munu nú
ekki vera á hverju strái enn þá, en ekki
er víst, að þess verði mjög langt að biða.
Þá erum við heldur ekki vel á vegi stadd-
ir, hvað flutningstæki snertir, ef flytja þarf
mikið út af þessari vöru. Okkur skortir til-
finnanlega hentug kæliskip. Tvö af skipum
Eimskipafélagsins hafa að vísu kæliútbún-
að (annað þó aðeins fyrir 150 smáh), en
bæði er það, að sá skipakostur er ónógur
og viðkomur skipanna hafa verið, og verða
liklega takmarkaðar við fáar hafnir erlend-
is. Það þarf því vafalítið að kaupa eða
lcigja hentug, að líkindum fremur lítil
skip, sem hægt væri að senda til hvaða
hafna, sem æskilegar þykja.
Það má vel vera, að betur rætist fram-
vegis úr um sölu á nýjum og freðnum fiski
en ég hef hér gert ráð fyrir. Öllum má þó
vcra ljóst, að Jiegar núverandi ástandi linn-
ir, verður mikil breyting á framleiðslunni
frá því sem nú er. Við verðum vafalaust að
taka upp saltfiskframleiðslu aftur, i stór-
um stíl og það má búast við að henni verði
enn haldið áfram um langt skeið. Líklega
höldum við einnig áfram með harðfisks-
verkun, en ekki held ég, að liún verði nokk-
urn tíma stór framleiðsluþáttur og aðal-
lega bundin við ufsann, og þó aðeins ef
ufsalýsið verður framvegis eins verðmæt
vara og þáð hefur verið.
Það sem fyrst verður fyrir til athugun-
ar. um saltfiskverkun er, hvort líkur séu til
að markaður fáist fyrir fiskinn nú, þegar
l'ramleiðslan hefur verið svo lítil, og sum-
ar greinar hennar jafnvel legið niðri uin
skeið, og' einnig, að þær þjóðir, sem neyttu
fiskins áður, hafa að rniklu leyti vanist af
neyzlu hans. Ég hygg nú, að við þurfum
ekki að óttast það, að fiskinn skorti neyt-
endur, hitt kann að vera meira efunarmál,
hvort við getum framvegis framleitt hann
fyrir verð, er kaupendum þykir hæfilegt,
en það mun að sjálfsögðu fara eftir því