Ægir - 01.02.1944, Page 63
Æ G I R
93
mikið. — í febrúar voru mest farnir 12
róðrar. Vélabilanir hindruðu nokkuð sjó-
sókn sumra bátanna í þessum mánuði.
Mestur afli á bát í róðri var 10 600 kg.
Aflahæsti báturinn veiddi 85 smál. í þess-
urn mánuði. Mest voru farnir 15 róðrar í
marz. Hafís tálmaði fiskveiðar um tíma.
Hæstur afli í róðri var 13 smál. Að vanda
^ar mikið af aflanum steinbítur, stundum
allt að helmingur og oft þriðjungur.
Bolungarvík. Þaðan róa 13 bátar. Mest
voru farnir 16 róðrar í janúar. Afli var yf-
irleitt mjög góður, eða oftast 6500—7500
lvg í róðri. Hæstu hásetahlutir í janúar
urðu um 2000 kr. í febrúar voru flest
farnir 15 róðrar og var mestur afli í róðri
um 6500 kg. Góður meðalafli var vfirleitl
í marz. Gæftir voru skárri en áður og var
ilest farið 21 róður en fæst 12. Bolvík-
ingar gátu oftast róið meðan hafís var í
Djúpinu. Nokkuð af aflanum hefur farið
í hraðfrystihúsið og nokkuð í fisktöku-
skip.
Hnífsdalur. Úr Hnífsdal róa fjórir bátar.
Oftast var róið 11 sinnum í janúar og var
mestur afli í róðri um 11 300 kg. Talsvert
veiðarfæratjón var í þessum mánuði. Mest
voru farnar 10 sjóferðir í febrúar og var
aflinn frá 3500—9000 kg í róðri. í marz var
oftast róið 16 sinnum og var mestnr afli í
róðri 6200 kg. Afli mátti teljast sæmilegur,
en þó var aldrei góðfiski. Síðustu daga
marzmánaðar reru Hnífsdalsbátar út með
Grænuhlíð og Rit. Mest af aflanum fór í
fisktökuskip, en nokkuð í hraðfrystihúsið.
ísafjörður. Úr ísafjarðarkaupstað ganga
17 bátar til fiskjar. í janúar voru mest
larnir 10 róðrar og var mestur afli í róðri
12 500 kg, en oftast aflaðist 8—10 smál. í
roðri. Mikið veiðarfæratjón var dagana 27.
og 29. janúar.
í febrúar var oftast góðfiski, þegar á sjó
var komizt. Mest voru farnir 11 róðrar og
hæstur afli í róðri var um 11 smál. Teljast
mátti dágóður afli í marz, en um vikutíma
tepptist sjósókn vegna hafiss. Um nokkurt
skeið reru ísafjarðarbátar einnig styttra og
með færri lóðir en venjulega. Oftast var
róið 15 sinnum og var mestur afli i róðri
um 10 700 kg (með haus). All mikið veið-
arfæratjón varð af völdum hafíssins. Bátar
Samvinnufélagsins og Hugarnir voru við
veiðar við Snæfellsnes og í Breiðafirði. Hafa
þeir lagt aflann upp í fisktökuskip í
Grundarfirði, á Patreksfirði og stundum í
Hafnarfirði. Veiði þeirra er talin fremur
rýr, sökum óstöðugs veðurfars.
Súðavík. Þaðan ganga 3 bátar til fiskjar.
Súðvíkingum hefur bætzt einn nýr bátur,
15 rúml. að stærð. Heitir hann Andvari og'
er eign h/f Andvari. í janúar voru mest
farnir 7 róðrar og var hæstur afli í róðri
um 6300 kg. I febrúar voru flesl farnir 8
róðrar og aflaðist mest í róðri urn 7 smál.
Meðalafli var í marzmánuði. Mest veiddist
í róðri um 7 smál. (með haus). Alls aflað-
ist í veiðistöðinni þennan mánuð á 4 báta
193 smál. Tveir bátanna voru frá veiðum
uxn tíma og hafís hamlaði veiðum marga
daga. Mest voru farnir 18 róðrar i rnarz-
rnánuði.
Steingrímsfjörður. í febrúarmánuði fór
aðeins einn bátur til fiskjar tvisvar sinn-
um og aflaði mjög litið. Einungis einn 7
rúml. bátur stundaði veiðar í marzmánuði.
Fór hann 5 róðra og aflaði mest um 3000
kg' í róðri, eða alls 12 smál. í mánuðinum.
Einn smá vélbátur fór auk þess nokkra
róðra í fjörðinn og fékk reytingsafla.
Norðlendingafjórðungur.
Skagaströnd. Þar byrjuðu veiðar ekki
fyrr en í marz. Sjö opnir vélbátar ganga
þaðan til fiskjar. Reru þeir 10 róðra í mán-
uðinum og fóru á sjó tvívegis á dag. Al'li
var sæmilegur, eða allt að 3000 kg á bát á
dag. Um þriðjungur af aflanum var stór-
fiskur. Fiskurinn var talinn óvenju magur
og lifrarlítill. Undir mánaðarlokin dróg' lir
afla. Fiskurinn fór allur í hraðfi'ystihús.
Hofsós. Ellefu opnir vélbátar stunduðu
veiðar þaðan í marz. Farnir voru 5 róðrar.
Afli var tregur og fiskurinn srnár og lifrar-
laus. Nokkuð af aflanum var hraðfryst.
Siglufjörður. Veiðar voru ekkert stund-
aðar í janúar, vegna ógæfla og' aflaleysis.