Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1954, Page 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 2. hlefti 195h. ólafur Lárusson, prófessor: Henry Ussing. Prófessor Henry Ussing andaðist hinn 9. sept. s.l. Við lát hans féll í valinn einn hinn mikilhæfasti lögfræðingur Norðurlanda á síðari tímum. Henry Ussing var fæddur 5. maí 1886 í Vejlby nærri Árósum, en þar var faðir hans þá sóknarprestur. Ætt hans var gömul og velmetin fræðimannaætt, og m. a. eru í henni ýmsir mikilsháttar lögfræðingar svo sem próf. Al- green Ussing, Carl Johannes Ussing, dómari í alþjóða- dóminum í Egyptalandi, Carl Theodor Ussing dómstjóri í yfirdómi og síðar þjóðbankastjóri, Werner Jesper Andre- as Ussing, hæstaréttardómari og síðar einnig þjóðbanka- stjóri. Afi Henry Ussings, Johann Louis Ussing, var pró- fessor í klassiskri málfræði og Garðprófastur, og föður- bróðir hans, Niels Viggo Ussing, var prófessor í jarð- fræði. Faðir Henry Ussing, lie. theol Henry Braem Uss- ing, er seinna varð stiftprófastur, var einnig mikill lær- dómsmaður og talinn einn af fremstu og áhrifamestu mönnum í kirkjulífi Dana um sína daga. Henry Ussing varð stúdent árið 1904 og lauk embættis- prófi í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1910. Eigi er það að efa, að hann hefir stundað nám sitt af kappi og að snemma hefir skarpskyggni hans og lærdómur komið í ljós. Segir sagan, að próf. Torp hafi eitt sinn hætt við að halda fyrirlestraflokk einn sakir þess, hve oft Ussing 6 65

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.