Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 10
þeim, er þurfa, ef eigi fer í bága við hagsmuni ríkisins,
almennings eða annarra einstaklinga eftir nánari ákvörð-
un löggjafarvaldsins. Minni hluti nefndarinnar taldi hins
vegar eignarrétt að landi ná til vatns þess, er á landinu
liggur, og byggði hann frumvarp sitt að vatnalögum á
þeirri stefnu.
Hér er eigi ástæða til að gera nánari grein fyrir þessuin
ágreiningi né rekja sögu málsins á Alþingi. Þess má að-
eins geta, að eftir nokkurt þóf og eftir að málið hafði
legið fyrir nokkrum þingum, varð niðurstaðan sú, að rik-
isstjórnin lét semja nýtt frumvarp til vatnalaga upp úr
frumvörpum meiri og minni hlutans. Var þar hyggt á
þeim grundvelli, að vatnsréttindi fylgdu eignarrétti að
landi, enda þótt frumvarpið væri að öðru leyti öllu meir
sniðið eftir tillögum meiri liluta Fossanefndarinnar. 1 því
formi var frumvarpið loks afgreitt á Alþingi 1923. Sú
stefna varð því ótvírætt ofan á, að vatnsréttindi væru und-
irorpin eignarráðum landeiganda, shr. 2. gr. vatnalag-
anna, er segir, að landareign hverri fylgi réttur til um-
ráða og hagnýtingar á því vatni, straumvatni eða stöðu-
vatni, sem á henni er, á þann hátt, sem vatnalögin heim-
ila. Löggjafinn liefur síðar bundið rétt landeiganda til
liagnýtingar á vatni á landareign sinni enn meiri tak-
mörkunum, sbr. 1. 12/1946 § 1, þar sem ríkinu einu er
áskilinn réttur til að reisa og reka raforkuver, sem eru
stærri en 100 hestöfl, en um það verður ekki frekar
rætt hér.
I 12. gr. frumvarps meiri liluta Fossanefndarinnar stóð:
„Hverir, laugar og ölkeldur skulu með landsgæðum tald-
ar.“ 1 athugasemdum við þá grein segir: „Um liveri, laug-
ar og ölkeldur þykir rétt að setja sérstakar reglur. Þessi
vötn eru talin til landsgæða og kemur liér til greina sá
hagur, er þau hafa eða geta haft sérstaklega í för með sér,
t. d. til hitunar húsa, suðu, þvotta o. s. frv.“.
Við setningu vatnalaganna hefur sennilega yfirborðs-
jarðhiti, þ. e. jarðhiti, sem fæst án verulegra borunar-
136