Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 57
um félagarétt, en hann skiptir miklu máli á vorum dögum
bæði hér og annars staðar.
Hinn gamla prófessor emeritus Fr. Vinding Kruse
þekkja víst allir islenzkir lögfræðingar, þó ekki væri af
öðru en „Ejendomsretten“ og „Nordisk Lovbog“ Enn virð-
ist hann í fullu andlegu fjöri, og hefur nú árið 1954 látið
frá sér fara tvö rit um atvinnurétt og verðlagslöggjöf.
Annaðer: „En rationel lovordning om erhvervsorganiation-
erne og priser og lönninger“, en hitt: „Trustlovskom-
missionens betænkning og lovforslaget om tilsyn med
monopol og konkurencebegrænsning“ I þessu sambandi
má geta þess, að 31/3 1955 voru sett í Danmörku „Mono-
polov“
2. Réttarsaga, almenn lögfræði, erlendur réttur.
Að þvi er réttarsögu snertir má fyrst nefna bók Stig
Juul prófessors um undirbúning og heimildir D. L. Chr.
V. Bókin heitir: „Kodification eller Kompilation. Christi-
an V’s Danske Lov pá baggrund af ældre ret“ Köbenhavns
Universitets festskrift 1954“. Bókin raskar að ýmsu fyrri
hugmyndum manna um D. L.
Sven Clausen prófessor gaf út 1954: „Essays om natur-
ret“ og Th Thorsteinsson hrl. nýtt — IV. bindi af: „Fra
fremmede retssale“. Báðir þessir liöfundar — einkum þó
hinn síðar nefndi — eru kunnir hér á landi, enda skrifa
báðir skemmtilega og vekjandi.
Hér er einnig þekkt: „Juridisk Ordbog“, sem árið 1954
var gefin út — aukin og endurbætt — af þeim prófessor-
unum O. A. Borum og Stig Juul.
3. Refsiréttur, afbrotafræði (Kriminologi) og réttar-
félagsfræði (retssociologi).
1955 lauk Stephan Hurwitz prófessor (nú: Folke-
tingets ombudsmann) hinu mikla verki sínu: „Den
183