Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 48
D. SKATTARETTUR. Iðgjaldsgreiðslur atvinnurekenda skv. 112. og 113. gr. 1. 50/1946. Árið 1921 stofnuðu þeir E. og G. firmað S. Slcyldi firma þetta reka verzlun og eigendur báðir bera ábyrgð á skuld- bindingum þess. Hafa þeir félagar síðan rekið firmað og munu einir liafa starfað við það. Firmað hefur sjálfstætt talið fram til skatts. Samkvæmt framtölum þess 1949—’51 var talið, að það hefði greitt þeim E. og G. tilgreindar fjárhæðir í laun. Var það i samræmi við þeirra eigin skatt- framtöl. Skattyfirvöldin töldu, að S. bæri að greiða ið- gjöld skv. ákvæðum 112. og 113. gr. laga nr. 50/1946 vegna þessara starfsmanna sinna. Var hafin málssókn til heimtu þeirra. Skattyfirvöldin töldu, að ekki skipti máli, þótt E. og G. væru eigendur S., þar eð þeir væru launþegar firmans í þessu sambandi, sbr. greind lög. Kæmi þetta og skýrt fram í framkomu eigendanna sjálfra, þar sem þeir telji sérstaklega fram launagreiðslurnar sjálfir, bæði í fram- tölum fyrirtækisins og sínum eigin framtölum. Þá væri ljóst, að fjárhagur fyrirtækisins og þeirra persónulega væri skýrt aðgreindur. Af hálfu E. og G. var þvi ákveðið mótmælt, að hægt væri að líta á firmað sem atvinnurekanda gagnvart þeim, þar sem þeir væru einkaeigendur þess og bæru alla ábyrgð á skuldbindingum þess. Yrði firmað alls ekki talið sjálf- stæður aðili í þessu sambandi, heldur væri einungis um þeirra eigin rekstur að ræða. Yrðu þeir og ekki taldir laun- þegar firmans í þessu sambandi. I fyrrnefndum lagagreinum segir, að hver sá, sem hafi i þjónustu sinni launþega, skuli greiða iðgjald fyrir þá. Þá segir í 46. gr. laganna, að launþegi teljist samkvæmt lögunum hver sá, sem tekur að sér vinnu gegn endur- gjaldi, án þess að vera sjálfur atvinnurekandi. Þegar litið var til þess, að E. og G. voru einkaeigendur 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.