Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 55
Erlendar bækur
Árið 1954 var í 2. og 3. hefti getið nokkurra danskra
bóka um lögfræði, sem út liöfðu komið til ársloka 1953.
Hér er nokkurt framhald um bækur, sem út hafa komið
á árunum 1954 og 1955.
1. Einkamálaréttur, sjó- og félagaréttur, vátrygginga-
réttur og vinnumálaréttur.
„Ægteskabsret 1“ eftir Ernst Andersen prófessor kom út
1954. Bókin fjallar um stofnun og slit hjúskapar, réttar-
stöðu skilgetinna og óskilgetinna barna, kjörbörn o. fl.
Bókin er fyrst og fremst kennslubók, en margt er þar sem
starfandi lögfræðingar hafa gagn af, ekki sízt þar sem
okkar löggjöf er mjög lík danskri á þessu sviði.
„Formueforholdet mellem ægtefeller“ eftir Mogens
Munch ritara í dómsmálaráðuneytinu kom út 1955. Hér
er um að ræða ritgerð, sem lilaut verðlaun úr Verðlauna-
sjóði Anders Sandöe 0rsteds. Bitgerðarefnið var að rann-
saka og gera grein fyrir því, að hve miklu leyti hið venju-
lega skipulag á fjármálum hjóna væri mótað af grund-
vallarreglum þeim, sem fram kæmu í lögum um fjár-
mál hjóna frá 1925 (sbr. hér á landi lög nr. 20/23) svo
og að hve miklu leyti þessi grundvallarsjónarmið mótuðu
dómvenju um fjármálaafstöðu hjóna.
„Befusions opgaver“ heitir bók eftir dr. jur. Axel H.
Pedersen landsr.málflm. Þar er rædd réttarstaðan, þegar
fasteign liefur verið seld og gerð eru upp fjárskipti selj-
anda og kaupanda varðandi tekjur og gjöld af eigninni.
Bókin er ítarleg og einkum fróðleg lögfræðingum og öðr-
um, sem fjalla um fasteignasölu. Hún er að sjálfsögðu
181