Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 51
merki á og hann að lokum dæmdur til greiöslu málskostn-
aðar.
K. krafðist s>rknu. Var sú krafa á því byggð, að hann
hefði í engu brotið af sér með sölu umræddra sokka, þar
sem merkið á þeim væri ekki svo líkt hinu skrásetta vörú-
merki W., að hætta væri á, að merkjunum yrði ruglað
saman.
Sem fyrr getur, er orðið Woosley heiti á fyrirtæki því,
er umrædda kvensokka framleiðir. Þótti að vísu nokkur
líking með þvi heiti og heiti W., sem skrásett er sem vöru-
merki þess hér á landi. Eigi þótti þó verða talið, að heiti
þessi eða orð væru svo lík, að almennt væri hætta á, að
á þeim yrði villzt. Var því K. sýknaður af öllum kröfum
W. í málinu, en rétt þótti, að málskostnaður félli niður.
(Dómur S. og Vd. R. 21/5 1955.)
F. RÉTTARFAR.
Málflutningshæfi.
K. var stefnt í máli. Er málið var þingfest, sótti lög-
maður einn þing af hans hálfu og fékk frest til að tjá
sig um sakarefnið. Næst er málið kom fyrir, gaf sig fram
maður einn, G., er kvaðst vera starfsmaður K. og óskaði
að sækja þing af hans hálfu. Var því mótmælt af hálfu
stefnanda og atriðið tekið til úrskurðar.
Ekki var leitt í ljós, að G. fullnægði þeim skilyrðum,
sem sett eru í 5. gr. laga nr. 61 frá 1942 til þess að fara
með mál annars manns. Var því talið, að G. væri óheimilt
að sækja þing í málinu af hálfu K.
(tJrskurður R.Þ.R. 10/3 1955.)
Kæra til æðra dóms. — Trygging.
D. höfðaði mál gegn G. til greiðslu víxilskuldar. Við
þingfestingu málsins fékk G. viku frest til þess að tjá sig
um sakarefnið. Er málið kom fyrir að þeim tíma liðnum,
177