Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Page 52
fór hann enn frem á viku frest í sama skyni. Synjaði D. um frekari frest. Var atriðið þá tekið til úrskurðar. Féll úrskurður á þá leið, að G. var synjað um frestinn. Dr- skurð þenna kærði G. til Hæstaréttar. D. taldi kæru þessa órökstudda og einungis gerða til að tefja málið og valda sér tj óni. Krafðist hann þess, að kærumálið yrði því aðeins afgreitt til Hæstaréttar, að G. setti tryggingu að fjárhæð kr. 12.000.00 fyrir tjóni því, er D. kynni að verða fyrir af drætti málsins. Þar eð málavextir voru glöggir og sjnt þótti, að kæra úrskurðarins væri á engum rökum reist, þótti rétt með vís- un til 2. mgr. 199. gr. einkamálalaganna að synja um af- greiðslu kærumálsins til Hæstaréttar, nema G. setti trygg- ingu, sem þótti hæfilega ákveðin kr. 5.000,00. (Úrskurður B.Þ.R. 21/3 1955.) Víxilmál. — Málskostnaður. S. þingfesti samtimis 5 víxilmál á hendur K. og G. til heimtu jafnmargra víxla. Stefndu véfengdu ekki greiðslu- skyldu sína á fjárhæðum víxlanna, en töldu, að S. hefði borið að stefna í einu máli til greiðslu allra víxlanna. 1 stað þess hefði hann höfðað 5 mál í þeim tilgangi að fá dæmdan málskostnað í öllum málunum, án þess að skeyta nokkuð um hag K. og G. Ætti hann því engan rétt á máls- kostnaði. Þvert á móti bæri honum skylda til að greiða K. og G. málskostnað. Talið var, að S. hefði verið í sjálfsvald sett að höfða sérstakt mál til heimtu hverrar víxilfjárhæðar. Var K. og G. því gert að greiða málskostnað í öllum málunum. (Dómur B.Þ.R. 27/11 1956.) G. M. G. 178

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.