Tímarit lögfræðinga - 01.07.1956, Blaðsíða 45
Reisti liún kröfur þessar á því, að sjóslys þetta og fjör-
tjón H., er af því leiddi, hafi eingöngu verið sök skip-
stjóra togarans.
W. krafðist sýknu. Var sú krafa á því byggð, að bát-
verjar liafi átt alla sök á slysinu.
Sök á slysinu var skipt þannig, að % hlutar voru lagðir
á skipstjóra togarans, en 1,4 hluti á bátverja.
J. taldi dóttur sina S. eiga rétt til sömu bóta úr hendi
W. og hefði hún verið eiginkona H., er hann lézt. Var
tryggingafræðingur fenginn til að reikna út tjón hennar
á þeim forsendum. Reiknaðist honum tjón S. við að missa
lielming áætlaðra vinnutekna H. vegna fráfalls hans nema
kr. 317.644.00, er dregið liafði verið frá tekjunum lög-
ákveðið meðlag með dóttur þeirra, svo og kapitalverðmæti
1000 króna ársgreiðslna til hennar umfram lögákveðið
meðlag til 21 árs aldurs. Var greind fjárhæð krafa J. f. h.
S. vegna missis framfæranda. Krafa hennar vegna rösk-
unar á stöðu og högum, er var áætluð, nam kr. 250.000.00.
Sem fyrr getur, voru S. og H. heitbundin og höfðu haf-
ið sambúð og stofnað lieimili, er hann lézt. Enn fremur
var S. þá þunguð af hans völdum. Að svo vöxnu máli
var talið, að S. ætti rétt til bóta fyrir missi framfærslu
vegna dauða H., skv. 2. mgr. 264. gr. hgl. Þótti sá skilning-
ur liafa stuðning í ákvæðum laga nr. 50/1946. Hins veg-
ar vrði sambandi þeirra ekki jafnað til hjúskapar og því
eigi unnt að leggja til grundvallar við ákvörðun bóta til
hennar vegna missis framfæranda útreikning trygginga-
fræðingsins, en höfð var liliðsjón af honum. Var tjón S.
vegna missis framfæranda og röskunar á stöðu og hög-
um hæfilega áætlað í einu lagi kr. 180.000.00. Höfðu þá
verið dregnar frá bætur, er hún hafði fengið greiddar frá
Tryggingastofnun rikisins upp í tjón sitt að fjárhæð kr.
14.000.00. Var W. dæmdur til greiðslu 3/4 nefndrar fjár-
hæðar, eða kr. 135.000.00.
Tryggingafræðingnum reiknaðist tjón R. vegna missis
föðurins sem framfæranda nema kr. 41.666.00 miðað
171