Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 3

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA 1. hefti 1960 * Avarpsorð frá Lögmannafélagi íslands Með þessu hefti Tímarits lögfræðinga hættir Lögmanna- félag íslands útgáfu þess, en Lögfræðingafélag Islands tekur við henni. Þegar Lögmannafélag Islands hófst handa um útgáfu tímaritsins árið 1951, var svo ástatt hér á landi, að ekk- ert almennt lögfræðingafélag var starfandi og að laga- nemar, sem af mikilli kostgæfni höfðu gefið út Clfljót, höfðu orðið að -hætta útgáfunni í svip. Þótti stjórn Lögmannafélagsins ótækt, að jafn fjöl- menn stétt og lögfræðingar eru, skyldi ekki hafa sérstakt tímarit í fræðigrein sinni. Því var það, að ráðizt var í útgáfu timaritsins, þó að stjórn félagsins bæri fyrir því nokkurn kvíðboga, að fé- lagsmenn þess gæfu sér ekki tíma til að rita i það um lögfræðileg efni. Bera ávarpsorð stjórnarinnar í 1. hefti ritsins þennan kvíða með sér, og hefur liann ekki verið með öllu ástæðulaus. Þegar Lögfræðingafélag íslands var stofnað, þótti stjórn Lögmannafélagsins það sjálfsagt, að Lögfræðingafélagið tæki að sér útgáfu ritsins, og hófust fljótlega samningar um það milli stjórna félaganna. Er því ekki að neita, að ýmsir ágætir félagsmenn Lögmannafélagsins sáu eftir Tímarit lögfrœöinga 1

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.