Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 7
starfshópa hennar. Um það hefur oft verið rætt, að höfuð- þörf sé á að virkja betur en gert er vnniskonar fróðleik um lagaúrlausnir, sem til falla hjá dómstólum og stjórn- völdum. Reifun á dómum liérðsþinga, sem birzt hafa i tímaritinu, hafa verið mikils virði. Dómar þeir, sem hér hafa verið reifaðir, eru eingöngu frá sakadómi Reykjavíkur og bæjarþingi Reykavíkur. Er mjög gagn- legt að halda áfram reifunum á dómum þeirra dómstóla, en jafnframt her hin mesta nauðsvn til þess að vfirlit fáist yfir dórna ýmissa annarra dómstóla, svo sem fógeta- dóms og skiptadóms Reykjavíkur, svo og dómstóla utan Reykjavíkur. Af stjórnvaldsúrlausnum væri m. a. þarf- legt að fá nolckurt yfirlit vfir úrlausnir í skattamálum, þar sem vikið er að meginatriðum, svo og úrlausnir ým- issa ráðuneyta, sem fela í sér bæði lögskýringar og leiða i ljós stjórnarfarsvenjur. Er það eindregin von stjórnar Lögfræðingafélagsins, að þeir menn, sem til verður leit- að um liðsinni í þessum efnum, víkist vel við. Af öðrum málefnum, sem æskilegt væri að sinna i timaritinu i auknum mæli, eru umsagnir um bækur, inn- lendar og erlendar, og jafnvel geta skrár um erlendar hækur einar sér verið mikils virði. Vér, sem nú skipum íslenzka lögfræðingastétt, verðum að vera þess minnugir, að vér tökum við mikilli laga- arfleifð. Hér á íslandi mótaðist eitt merkasta menning- arafrek norrænna manna, þar sem er löggjöf þjóðveldis- aldar. Hér á landi nutu dómstólar og löggjafarþing miklu lengur raunverulegs sjálfstæðis en títt var annars staðar á Norðurlöndum. Hér mótuðust sérstæðar og athyglis- verðar hugmyndir um refsingar og refsiframkvæmd með mönnum eins og Magnúsi Gislasvni, Ólafi Stefánssyni og Magnúsi Stephensen. Hér á landi hafa menn allt frá þjóðveldisöld lagt mikla stund á að kynna sér lög og lagaframkvæmdir, og hér hafa verið zútuð merk rit i lögfræði og lagasögu, svo sem af liendi þeirra Þorsteins Magnússonar sýslumanns, Páls Vidalins lögnzanns. Sveins Tímarit lögfrœöinga 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.