Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 9
GÍSLI SVEINSSON SENDIHERRA IX IVIEIUORIAIU Gísli Sveinsson var fæddur að Sandfelli í Öræfum 7. dezember 1880. Voru þau foreldrar hans Sveinn, prestur, siðar að Ásum í Skaptártungu, Eiriksson, hreppstjóra i Hlíð, Jónssonar, og kona lians Guðríður Pálsdóttir, pró- fasts í Hörgsdal, Pálssonar. Var hann þannig stórættaður maður og er allt það fólk þjóðkunnugt. Gísli Sveinsson gekk í lærða skólann í Revkjavík ungur sveinn og útskrifaðist þaðan 1903 með góðri I. einkunn. Nam hann síðan lög við Kaupmannahafnarháskóla og lauk lagaprófi með II. einkunn betri 1910. Á námsárunum var hann um tíma settur sýslumaður Ejrfirðinga. Hann gerðist 3’firdómslögmaður í Reykjavík 24. júní 1910 og' gegndi þeirri sýslan, unz hann varð sýslumaður Skapt- fellinga 1. júní 1918. Þvi emhætti þjónaði hann til 1. júlí 1947, en var frá þeim tima skipaður sendiherra í Osló. Þar sat hann siðan, unz hann lét af embætti fyrir aldurs sakir vorið 1951. Hann andaðist 30. nóv. 1959. Margs konar trúnaðarstörf hlóðust á Gísla Sveinsson. 5rar það að vonum, en verður eigi rakið hér. Þó skal þess getið, að hann var lögmaður Landsbanka íslands 1912—1918, sat í islenzk-dönsku samhandslaganefndinni 1937—1939, í kirkjuráði 1937—1917, i Landsbanka-nefnd 1934—1945, og var árum saman formaður sparisjóðs Vestur-Skaptfellinga. Ótalið er það, er hann ritaði, eink- um um þjóðmál. Var hann harla vel ritfær maður. Tímarit lögfræðinga 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.