Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 15

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 15
bortfaldet." Ráðuneytið skýtur málaleitun stiftamtmanns til álita ýmissa aðilja, en bendir á fyrir sitt leyti, að rétt muni vera að breyta þinglýsingarlöggjöfinni i það horf, að lýsing í héraði dugi, en í annan stað sé vert álita að takmarka veðsetningar og láta þær aðeins ná til fasteigna og handveðs. Upp úr þessum aðgerðum varð það síðan, að sett var tilsk. 24. apríl 1833, — fyrsta heild- arlöggjöfin, og með nokkrum hætti hin eina, um þing- lýsingar hér á landi. Tsk. 24. apríl 1833 er merlc lagasmíð og með henni var brotið blað í íslenzkri þinglýsingarsögu. Þykir því rétt að skýra nokkuð frá efni hennar. Um það, hvaða skjöl séu háð þinglýsingu, segir i 1. gr. tilsk., og er þar getið afsalsbréfa, pants-skuldabréfa og annarra skjala, „er liafa eigindóms afhendingu til augnamiðs, eður hvar með nokkur iskylda leggst á góz og eigindóm, svo og af sérhverju öðru skjali, sem lesið verður til að ná ein- hverri umkomu yfir eins eiganda umráðum yfir eign- um sinum“. Hér er ekki sérstaklega getið um gjafabréf, svo sem gert er í D.L. 5-3-30, og heldur ekki makaskipta- bréf, en ljóst er að þau falla undir afsalsbréfin. í 2. gr. tilsk. eru sett fyrirmæli um það, hvar þinglýsa skuli skjölum. Eru þau ákvæði rniklu rækilegri en hliðstæð ákvæði í D. og N.L. Um framkvæmd þinglýsingar er sú regla sett, að þinglýsing fjTrir Landsyfirdómi er af- numin, en látið sitja við afhendingu skjals til héraðs- dómara og lýsingu skjals á héraðsþingi. Um lýsingu skjals á þingi giltu hins vegar mismunandi ákvæði eftir því, hvort skjali var þinglýst í Reykjavik eða utan lienn- ar. í Reykjavík skyldi lestur skjala fara fram á bæjar- þingi, sem hevja skvldi vikulega, en á liinum árlegu manntalsþingum utan Reykjavikur. Ekki var heimilt að þinglýsa skjölum á aukadómþingum. Um réttaráhrif þing- lýsingar giltu einnig mismunandi reglur eftir þvi, hvort þinglýst var í Reykjavík eða annars staðar á landinu. 1 Revkjavík skyldi beita D.L. 5-3-28 til 30 um þetta efni. Tímarit lögfræSinga 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.