Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 16
Samkv. þvi töldust réttaráhrif þinglýsingar frá dagsetn- ingu skjals, ef þeim var þinglýst á fvrsta eöa ööru þingi eftir útgáfu þeirra, ef skjal er gefið út í Reykjavík, en á þriðja eða fjórða þingi þar frá hið síðasta, ef það er gefið út utan Revkjavíkur. Ef skjali er þinglýst siðar en nú sagði, teljast réttaráhrif þinglýsingar frá 'þinglýsingar- degi. Nú eru skjöl gefin út sama dag og þeim er lýst á sama þingi, og eru þau þá jöfn að þinglýsingargildi. Réttaráhrif þinglýsingar að þvi er tekur til skjala, sem þinglýst er utan Reykjavíkur, teljast frá þinglýsingar- degi. Ef tvö skjöl, sem þinglýst er á sama degi, ganga í berhögg hvort við annað, hefir livorugt forgang fvrir hinu frá sjónarmiði þinglýsingar. Þó var kostur að af- henda sýslumanni skjal og beiðast áritunar hans um, að það iiefði verið afhent til þinglýsingar. Ef skjali var þing- lýst á næsta þingi, töldust réttarálirif þinglýsingar frá afhendingardegi. Þau bréf, sem ella sættu þinglýsingu á sama þingi, voru talin jafngild, og skipti ekki máli, í hverri röð skjöl voru lesin á þinginu. Skjal, sem afhent var til þinglýsingar eftir að þing var sett, stóð að baki skjali, er afhent hafði verið fyrir þingbyrjun. Skjöl þau, sem afhent voru til þinglýsingar, skyldi færa orðrétt i þinglýsingarbækur, er amtmenn löggiltu. Á skjal skyldi rita vottorð um þinglýsingu og athuga- semd um heimildarbrest útgefanda, ef því var að slcipta. Enn voru ákvæði í tilsk. um skrár, er færa skyldi, og upplýsingar, er borgurum væru kræfar um efni þinglýs- ingarbóka. Með tilsk. 28. apríl 1841 var sett sérákvæði um skjöl, er menn afhentu fyrirfram til þinglýsingar. Skyldi þing- lýsingarbeiðandi þá afhenda endurrit auk frumrits, og hélt þinglýsingardómari endurriti, en fékk beiðanda frum- rit i hendur. Sicvldi rita vottorð á frumskjal um viðtöku skjals til þinglý’singar og vfirlýsingu um, að skjalinu myndi verða þinglýst á næsta þingi. Áréttað var, að þing- 14 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.