Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 17
lýsingarstarfsmönnum væri skylt að ganga úr skugga um, að ekkert hindraði „þá tilætluðu réttindaafrekun'* og rita bæri athugasemd á frumskjalið um þinglýst rétl- indi, sem í hága færu við efni skjals, ef þvi er að skipta. í 7. gr. 1. 18/1887 eru nokkur fvrirmæli um þinglýs- ingar veðbréfa, en þær eru í raun réttri aðeins árétl- ing á reglum tilsk. 1833 og 1841, að því er varðar þing- lýsingargildi gerninga. Hins vegar eru þar nýjar reglur um veðgildi gerninga, ef vanrækt er að þinglýsa þeim með þeim hætti, sem boðið er í ákvæðinu. Með lögum nr. 20/1907 var gerð sú mikilvæga brevt- ing, að eignarhöft j'fir skipum, sem eru 5 smál. eða stærri, skyldu blíta fasteignareglum, bæði að þvi er tek- ur til gildis veðréttar og þinglýsingar. Um þinglýsing- una fólst m. a. í þessum lögum sú veigamikla breyting, að eftirleiðis skyldi þinglýsa eignarhöftum, þar sem skip er skrásett, en ekki á heimili veðþola. Voru því tiltæki- legar upplýsingar um eignarhöft á einum og sama stað. Þessar reglur voru numdar úr lögum með 281. gr. sigl- ingalaga nr. 63/1913, en i stað þeirra voru settar reglur í II. kap. þeirra laga. í 5. gr. sigll. (nú 1. 56/1914) er sett sú regla, að stofnun og vernd eignarréttar og eignar- hafta >Tfir skrásettum skipum lilíti fasteignareglum. Þetta ákvæði er evðuákvæði að því levti, að það lætur skrá- setninguna, sem ræðst af öðrum lagaákvæðum en siglinga- lögum, skera úr um, hvort skip lúti fasteignareglum eða ekki. Að þessu leyti er álcvæðið óskýrara en ákvæði 1. 20/1907, sem miðaði við fast mark, 5 smálestir. í hrd. VII, 239—241 er ákvæði 5. gr. sigl.l. skýrt svo, að það eigi við skip, 5 smálestir eða stærri. Síðari lög byggja á þessari dómhelguðu reglu, sbr. einkum lög 57/1949, 12. gr. 2. málsgr. og lög 18/1949, 18. gr. Með 1. nr. 30/1928 voru sett ný ákvæði um þinglýsing skjala og aflýsing. Flutningsmaður frv. til laganna var Magnús Guðmundsson, þm. Skagafjarðarsýslu. í lögum Tímarit lögfrœöinga 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.