Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 20

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 20
síðan síðasta þing var háð. 1 þessum lögum var svo ákvæði um þinglýsingu skjala fyrir hrepp, sem farinn var í eyði. Að lokum er þess að geta, að lög nr. 65/1957 hafa breytt ýmsum frestum í sambandi við þinglýsingu á veðhréfum, er veita sjálfsvörzluveð í lausafé. Að sérlögum, er varða afnámingu veðskuldabréfa, verð- ur síðar vikið. III. Þinglýsingarlöggjöf hefir verið rædd rækilega á Norð- urlöndum, og tiltölulega nýlega hafa átt sér stað miklar breytingar á þeirri löggjöf á öllum Norðurlöndunum, nema Islandi. Þinglýsingarlöggjöf var þegar til umræðu á fyrsta norræna lagamannamótinu 1872. Á lagamanna- mótinu norræna 1887 var þetta mál eitt aðalmál mótsins og loks var það mjög rætt á lagamannamótinu 1931. Pró- fessor Vinding Kruse við háskólann i Kaupmannahöfn l^irti á árinu 1923 mikið rit um þinglýsingar og setti þar fram ýmsar tillögur til gagngerðra endurbóta eða nýskip- unar á þinglýsingarkerfinu danska. Samdi prófessor- inn siðan frumvarp til þinglýsingarlaga, sem lögtek- ið var í Danmörku 1926. Meginreglurnar í þessari löggjöf voru hafðar til liliðsjónar við samningu finnsks frv. til nýrra þinglýsingarlaga, og var það sam- þykkt 1930. Sama gegndi um sænsk lög um „lagfart", sem lögtekin voru 1932 mjög að frumkvæði Karls Schlyters, og norsku þinglýsingarlögin nr. 2, 7. júní 1935, en aðalhöf- undar þeirra voru þeir Ole Harbek og Erik Solem. Þess skal getið, að dönsku þinglýsingarlögin frá 1926 voru öðrum þræði samin að þýzkri fvrirmynd, þótt margt sé þó frumlegt í dönsku lögunum. Skal nú víkja stuttlega að þeim jiáttum þinglýsingar, sem brevtt var við endurskoðun Norðurlandalaganna. Tilhögun skjalavörzlu tók stakkaskiptum og var horfið frá fastbundnum skjalabókum. Lausblaðabækur voru teknar upp sem þinglýsingarbækur. Dagbókarkerfi, sem 18 Tívrarit lögfrceöinc/a

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.