Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 29
öll skjöl, er þá tilteknu eign varðar, svo sem tíðkað er í Danmörku og Svíþjóð. Með ákvæði 10. gr. frv. er ráð- herra veitt mikið svigrúm til ákvarðana um skjalavörzlu, og er það heppilegt, þar sem nauðsvnlegt er .að prófa sig áfram með skjalahvlki, sem hezt lienta aðstæðum hér á landi. í 11. gr. frv. er það nýmæli um skjal, sem stofnar til fleiri réttinda en einna, að útgefanda er boðið að vekja athygli dómara á því, til hvaða réttinda þinglýsingin eigi að taka. í 12. gr. er nýmæli um veðbandsleysingu og veðleyfi, og er þar áskilið um þinglýsingu slíkra jdirlýsinga, að sjálft veðbréfið sé aflient með áritun um veðbrejdinguna ásamt endurriti af benni eða a. m. k. að bréfið sé sýnt, svo að dómari geti gengið úr skugga um, að leyfis sé nægi- lega getið þar. Mun framkvæmd þinglýsingar á þessum gögnum vera mjög á reiki hér á landi. C. Forgangsáhrif þinglýsingar og grandleysi. 1 III. kafla frv. eru ákvæði um forgangsáhrif þinglýs- ingar og svo um grandleysi. Um forgangsáhrifin er haldið þeirri reglu, sem nú er í lögum, að þau áhrif séu talin frá því, er skjal er afhent dómara til þinglýsingar. I 15. gr. 1. mgr. frv. er það skýrt nánar, hvenær skjal telst afhent til þinglýsingar i þessu sambandi. Samkv. því er skjal ekki afhent dómara i þessari tæknilegu merkingu, nema látnar séu i té upplýsingar, sem dómari óskar eftir, og jafnframt sé boðin fram lögmæt greiðsla á gjöldum fyrir meðferð skjalsins. Frá þeirri meginreglu, að forgangsáhrif þing- lýsingar teljist frá afhendingu, sbr. 16. gr. 1. mgr., eru fyrst og fremst tvö frávik samkv. 15. gr. 2. og 3. mgr., og auk þess eru sett sérstök ákvæði um það í 16. gr. 2. málsgr., er tvö eða fleiri skjöl, sem ekki geta samrýmzt innbyrðis, eru afhent samtímis til þinglýsingar. Ákvæði þessi eru að flestu leyti nýmæli. Akvæði 2. málsgr. 15. gr. á við það tilvik, er sami aðili sendir eða afhendir í senn skjalabunka, Tímarit lögfrœöinga 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.