Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 31
ingarfrv., horfir þetta mál allt öðru vísi við. Er þá naum- ast annars úrkosti en að láta afhendingartímann einn saman skera úr, og er lagt til, að svo sé gert í upphafi ákvæðis 16. gr. frv. Við þessa hætti verður það sárasjakl- an raunhæft, að tvö skjöl eða fleiri séu afhent samtimis, en eins og fyrr greinir eru þau þá talin jöfn að þinglýs- ingargildi. Frá þeirri meginreglu eru þó frávik. 1 fjTsta lagi ganga aðfarargerðir og kyrrsetningar fyrir rétti, sem stafar af öðrum atvikum, sbr. 16. gr. frv., og ef skjöl stafa frá tveimum aðfarargerðum (kyrrsetningargerðum) gengur það fvrir, sem styðst við eldri (eða elztu) gerðina. í öðru lagi er sérstalct ákvæði í 16. gr. um þann aðilja, sem afhent hefur öðrum eign, en jafnframt áskilið sér réttindi yfir eigninni, svo sem veðrétt eða forkaupsrétt, og gengur sá réttur fyrir réttindum, sem yngri rétthaf- inn hefur stofnað, ef skjali eldra rétthafans er þinglýst í síðasta lagi samtímis skjali því, sem veitir viðsemjanda vngra eigandans réttindi. Styðjast þessi frávik tvö við auðsæ rök. — Þegar skera á úr um forgengi einstakra rétthafa, verður að sjálfsögðu að hafa í huga, að regl- urnar um grandlejrsi grípa inn í þetta mái, þannig að forsenda fyrir því, að sá vinni betri rétt, sem fyrr af- hendir slcjal sitt til þinglýsingar, er að sjálfsögðu sú, ef skjal hvílir á löggerningi, að hann sé grandlaus um rctt þess, er fvrr öðlaðist rétt sinn. Enn fremur ber að líta til þess, að sum réttindi eru ekki háð þinglýsingu, sbr. 29.—32. gr. frv., og skiptir þinglýsing síðar aflaðs réttar þá ekki máli, þegar leysa á úr því, hvor þessara réttinda séu rétthærri. I 17. gr. frv. er nýmæli um færslu skjala, sem svo stendur á um, að dómari telur sig ekki geta ákvarðað gjöld af þeim án samráðs við fjármálaráðuneytið. 18. gr. frv. fjallar um áreiðanleika þinglýsingarbóka á jákvæða vísu, þ. e., að hverju marki menn geti treyst því, að þinglýst skjöl séu réttilega færð til þinglýsingarbóka og hversu bregðast skuli við, ef mistök hafa átt sér stað Tímarit l.ögfrœOinga 29

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.