Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 32
i þessu efni. Á þetta reynir að sjálfsögðu einkum, þegar svo fer, að skjal A er afhent til þinglýsingar, en láðst hefur að bókfæra það, og síðan er skjal B um sömu eign afhent til þinglýsingar og bókfært á undan skjali A, sem rétthafi samkv. skjali B hvorki vissi né mátti vita um. Meginreglan er liér sú, að rétthafi B verður að hhta því, að rétthafi A hafi fyrr leitað sinu skjali þinglýs- ingar, en þó veitir 18. gr. heimild til að láta rétthafa B ganga fvrir A. Samkv. 49. gr. 3. tl. frv. á sá rétthafi, sem hlýtur að þoka, bótarétt á hendur ríkissjóði, að þeim skilyrðum fullnægðum, sem þar greinir. Eru þessi ákvæði nýmæli a. m. k. að verulegu leyti. 19. gr. frv. víkur að grandlevsi, og er það skýrt, hvað í þvi felist i sambandi við þinglýsingu. Eftir dönsku þing- lýsingarlögunum er það eingöngu „stórfellt gáleysi“, sem kemur yngra rétthafa í koll, en ekki þótti ástæða til að breyta gildandi reglum um þetta atriði, svo sem skýrt kemur fram í orðalagi frumvarpsgreinarinnar. Eftir dönskum og þýzkum rétti á að leggja til grundvallar við mat á grandleysi vitneskju manns ekki á þeim tíma, sem hann öðlaðist réttindi, heldur á þeim tíma, er hann afhenti skjal til þinglýsingar. Eftir gildandi rétti ber hins vegar að miða eingöngu við það tímamark, er rétt- hafi öðlaðist réttindi, og skiptir þá ekki máli, þótt aðili hafi hlotið vitneskju um eldra rétt frá þeim tima og fram til þess, er skjal var afhent til þinglýsingar. Frv. byggir hér á því, að reglum gildandi réttar sé haldið, og þótti ekki full ástæða til breytingar, þótt færa megi ýmiss gild fræðileg rök að liinni dansk-þýzku tilhögun. í 19. gr. frv. er ekkert kveðið á um það, hversu rík rannsóknarskylda hvíli á yngra réttliafa um óþinglýst eldri réttindi. Verður það eftir sem áður dómstólamat, sem sker úr um það efni. Hafa íslenzkir dómstólar lagt allríka rannsóknarskyldu á menn, einkum í sambandi við umferðarréttindi og lóðarréttindi, sbr. einkum hrd. XX/407, XXVI/39, 67 og XXVII/278. 30 Tímarit lögfræSinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.