Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 34
2. Eignarheimildir. 1 24.—26. gr. frv. eru ákvæði um þinglýsta heimild að réttindum, og má telja þau ákvæði til mikilvægustu ný- mæla frv. Öðrum þræði er kveðið miklu fyllra á um þessi efni en gert er i gildandi lögum. Þess er fyrr getið, að samkvæmt 8. gr. þinglýsingarlaganna verður skjali elcki visað frá þinglýsingu, þótt útgefanda skorti þinglýsta heimild til ráðstöfunar á réttindum, heldur varðar heim- ildarskortur því einu, að rita her athugasemd á skjal um hann. Þessir hættir girða f}Trir, að hreinar linur skap- ist um eignarheimildir að fasteignum, og fela þeir i sér verulega hættu á misferli með skjöl um fasteignir, eftir því sem erlend reynsla sýnir. Vegna öryggis viðskipta og traustleika þinglýsingar- kcrfisins þótti nauðsynlegt að lagfæra þennan agnúa, er norrænu þinglýsingarlögin voru endurskoðuð. Dönsku og norsku þinglýsingarlögin gengu liins vegar misjafnlega langt í kröfum um þinglýstar eignarheimildir. Það er sammerkt háðum lögum, að krafizt er þinglýstrar heim- ildar, ef skjal hvilir á löggerningi. I dönsku þinglýsing- arlögunum er einnig kveðið svo á, að aðfarargerð eða kyrrsetningargerð í eign verði ekki þinglýst, ef gerðar- þola skortir þinglýsta heimild. Samkv. norsku þinglýs- ingarlögunum er það hins vegar ekki þinglýsingu til fyrir- stöðu, þótt gerðarþoli skorti þinglýsta heimild, en upp- boðsafsali (útlagningu) og skiptaafsali verður vfirleitt ekki þinglýst, nema þinglýst eignarheimild fyrra eiganda sé i lagi. Við samningu frv. þótti rétt að fara nokkuð með löndum í þessu efni. 1 24. gr. frv. 1. málsgr. segir, að skjali, sem hvíli á löggerningi, verði ekki þinglýst, ef út- gefanda þess skortir þinglýsta heimild, shr. og 6. gr. frv. Hins vegar er það ákvæði í 2. málsgr., að aðfarargerð og kvrrsetningargerð verði þinglýst, þótt gerðarþola skorli þinglýsta heimild til eignarinnar. Sama cr um afsal (út- lagningu), er stafar frá nauðungaruppboði, þótt grund- 82 Timarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.