Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 37
þegnir þinglýsingu samkv. 2. málsgr. 31. gr., án tillits til lengdar afnotatíma. AS sjálfsögðu er þaS ærið álitamál, hvernig haga eigi reglum um þinglýsingu afnotasamninga, og veldur þar m. a. vandkvæðum, að ekki er til lieildarlöggjöf um leigu- samninga. Hitt mun ekki orka tvímælis, að reglurnar, sem frv. geymir, eru skýrari en þær, sem nú eru taldar gilda, og er það vissulega mikilvægt að draga úr óvissu á þessu sviði. Eins og kunnugt er, hefir það tíðkazt mjög mikið síð- ustu árin, að leigusali taki fyrirfram greidda leigu af leigu- taka um lengri eða skemmri tima. 1 3. málsgr. er ákvæði um þinglýsingu í sambandi við slíka greiðslu, og er hún áskilin, ef greiðslan miðast við meira en eitt ár fram í tim- ann, þó svo að þinglýsingar er ekki þörf, ef fyrirfram- greiðslu er getið i þinglýstum samningi. Að gildandi rétti mun vera óljóst, hvernig þing'ýsingarreglum sé háttað i sambandi við fyrirfram greidda leigu, og er mikil ástæða til að taka þar af tvimæli. Að gildandi rétti verður að telja, að réttindi, sem aflað er með hefð, séu ekki háð þinglýsingu, að því er til réttar- verndar tekur, og gegnir hinu sama um réttindi, sem feng- in eru með eignarnámi og réttindi, er hvíla á lögveði, nema sérstaklega sé vikið að öðru í einstökum 'lögum. Við samn- ingu frv. þótti brýn ástæða til að taka það til endurmats, iivort þessar reglur væru viðhlitandi, og má raunar þegar geta þess, að þessi þrjú atvik um réttindaöflun eru háð þinglýsingu eftir dönskum iögum og norskum, nema lög- veðréttindi samkv. norsku lögunum. Lögveðréttindi fylgja, sem kunnugt er, einkum kröfum hins opinbera út af sköttum og gjöldum. Raunar geta þau einnig sprottið út af skiptum einstaklinga, sbr. í því sam- bandi hrd. XX/410—11. Ljóst er, að talsvert brotamikið yrði að áskilja þinglýsingu á lögveðréttindum yfirleitt, og myndi það auka til muna störf þinglýsingardómara og 35 Tímarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.