Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 44
stólar hafa lagt víðtæka bótaábyrgð á ríkissjóð vegna yfir- sjóna opinberra starfsmanna, sbr. nú síðast hrd. XXX/719, svo og vegna liins, bve rík lagarök leiða til bótaábyrgðar á þessu sérstaka sviði opinberrar sýslu. í þvi efni má benda á, að menn greiða, sem kunnugt er, há gjöld fyrir þinglýsingar. Námu þau gjöld i Reykjavik einni árin 1952 —1957 u. þ. b. 10y4 millj. kr. Má ætla, að tekjur ríkissjóðs af þessari starfsemi séu miklar. Bótaábyrgð myndi og á þessu sviði eigi síður en öðrum skapa opinberum starfs- mönnum, er sýsla um þessi málefni, aðhald um að vanda verk sín eftir föngum. Slík bótaábjægð eykur og traust manna á þinglýsingarstarfsemi og veitir mönnum, sem án eigin saka hafa beðið tjón, fjárhagslega uppreist, enda er oft sanngjarnara að leggja áhættu af þvi, að tjón verði, á ríkið en einstaklinga þá, sem sætt hafa tjóni. Rikissjóður gæti og væntanlega tryggt sig gegn tjóni af þessari bóta- ábvrgð að nokkru eða öllu, ef slíkt teldist hagkvæmt. Samkv. 49. gr. er það aðeins fjárhagslegt tjón, en ekki ófjárhagslegt, sem til greina kemur að bæta. Þá er enn fremur forsenda, að tjón stafi af tilteknum atvikum, sem greind eru í ákvæðinu. Hefir þeirra verið getið hér áður í athugasemdum um 7., 18. og 33. gr. 2. málsgr. frv., en að auki er greint það atvik í a-lið 49. gr., að maður bíði tjón af því að hann hefir treyst þinglýsingarvottorði dóm- ara, sbr. 9. gr. eða vottorði dómara um efni þinglýsingar- bókar (veðbókarvottorði). Bótaskilyrði samkv. 49. gr. eru að öðru leyti þau, að tjón sé sennileg afleiðing af mistök- um þinglýsingardómara, en bótakrefjandi eigi ekki sök á því. Þar sem talað er um mistök, er ekki átt við það eitt, að um saknæma yfirsjón sé að ræða, og að sjálfsögðu getur komið til bótaábyrgðar, þótt þinglýsingardómari sjálfur hafi ekki fjallað um mál, heldur starfsmenn á skrifstofu hans. Ætlunin er enn fremur, að 49. gr. verði skýrð svo, að sá, er tjón bíður, eigi ekki aðgang að dómara heldur rikissjóði, en dómari kann siðan að bera ábyrgð gagnvart ríkissjóði — þ. e. ætlazt er til, að tengslin milli 49. gr. frv. 42 Tímarit lögfrœöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.