Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 48
Á VÍÐ OG DREIF Frá Hæstarétti. Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari varð sjötugur hinn 18. marz s.l. og lét af störfum lögum samkvæmt. Jón Ásbjörnsson er, eins og alkunnugt er, einn hinna fremstu lögfræðinga landsins. Hann stundaði lengi málflutnings- störf, en var skipaður hæstaréttardómari 23. apríl 1945 frá 1. maí s. á. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum öðrum, og má sérstaklega nefna, að liann var frumkvöðull að stofnun Hins ísl. fornritafélags 1928 og forseti þess frá upphafi. öllum störfum sínum hefur Jón Ásbjörnsson gegnt með fráhærri árvekni og skyldurækni. I stað Jóns Ásbjörnssonar var Lárus Jóhannesson hrl. skipaður hæstaréttardómari hinn 29. apríl þ. á. frá 1. mai þ. á. Lárus Jóhannesson er þjóðkunnur maður, eins og fyrirrennari hans. Hann er fæddur 21. október 1898, og lauk lagaprófi við Lagadeild Háskólans 1920 með hæsta prófi, er þá þekktist. Hann stundaði síðan framhaldsnám í Danmörku vetrarlangt. Hann var fulltrúi föður sins, Jóhannesar Jóhannessonar bæjarfógeta í Rej'kjavik, um þriggja ára bil, en hæstaréttarlögmaður varð hann 19. des. 1924, og stundaði síðan málflutning, þar til hann var skipaður dómari. Lárus Jóhannesson befur gegnt ýmsum öðrum störf- um. M. a. var liann alþingismaður alllengi, starfaði í vmsum félögum og nefndum, hefur látið viðskiptamál til sín taka, o. fl. mætti telja. Siðast en ekki sízt má geta þess, að Lárus var formaður Lögmannafélags íslands frá ár- 46 Tímarit lögfræöinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.