Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 51
\JaÍÁ'uncu' JjJtepánáíon, áa U< oman: Skýrsla um fangelsamál Snemma á þessu ári fól dómsmálaráóherra Valdimar Stefánssyni sakadómara aS rannsaka fangelsamál lands- ins og gera tillögur til úrbóta. Sakadómari hófst þegar handa. Hann safnaði skýrslum frá lögreglustjórum og til- lögum frá þeim, og athugaði sjálfur fang&lsi landsins. Hann fór og til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Þar kynnti hann sér ástand þessara mála, nýmæli og endur- bætur, bæði með viðtölum við sérfróða menn og skoðun á ýmsum fangelsum og skyldum stofnunum. Er hann hafði gert ráðherra grein fyrir störfum sínum og tillögum var samið frumvarp til laga um fangelsamál landsins og lagt fyrir Alþingi það sem nú situr. Skýrsia sakadómara er svo fróðleg og tillögur hans svo athyglisverðar að tímaritið hefur óskað þess að fá skýrsl- una til birtingar. Urðu þeir báðir, ráðherrann og saka- dómari vel við tilmælum í þá átt, og fer skýrslan hér á eftir að undanskildum inngangsorðum. Samkvæmt 32. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 12. febrúar 1940, er refsivist hér á landi tvenns konar: Fang- elsi og varðhald. Þessar refsingar eru dæmdar samkvæmt hegningarlögunum og ýmsum öðrum lögum. Vararefsing- ar fésekta samkvæmt hegningarlögunum og öðrum lög- um eru ýmist varðhald eða fangelsi, þó miklum mun oftar varðhald. I VII. kafla hegningarlaganna eru nokkur ákvæði um öryggisgæzlu sakamanna. Samkvæmt 62. og 63. gr. er að fullnægðum vissum skilyrðum heimilt að dæma ósakhæfa Tímarit lögfrœSinga 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.