Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Side 58
1 bréfi, dagsettu 14. júní s.I., lýsir bæjarfógetinn ástandi fangahússmála lögsagnarumdæmisins þannig: „Um mánaðamótin ágúst—september 1957 flutti lög- reglan með varðstofu sína í húsnæði það, er skrifstofur bæjarins höfðu áður, á 2. hæð að Hafnargötu 17, sem er steinsteypt hús, en þá hafði varðstofan og fangahúsið ver- ið í 15 ár til húsa í braggaræfli frá stríðsárunum, sem var að hruni kominn. 1 götuhæð fyrir neðan bæjarskrifstof- urnar var slökkvibíll bæjarins geymdur. önnur geymsla var fengin fyrir bílinn og húsnæðinu breytt með töluverð- um tilkostnaði í fangahús. Sá kostnaður var greiddur beint úr bæjarsjóði og er mér ekki kunnugt um, að ríkissjóður hafi enn greitt neitt á móti því framlagi. 1 septembermánuði 1957 var fangahúsið tekið í notkun sem slíkt. 1 því eru 8 fangaklefar, klæddir innan með þykk- um sterkum og hvítmáluðum furuborðum. Klefarnir eru litlir og gluggalausir, en fá birtu og loftræstingu í gegnum járnrimlagöt, sem eru fyrir ofan klefahurðirnar. Loft- ræstingin er viðunandi og alltaf er nægilega hlýtt, en hálfrökkur er stöðugt í þeim. Klefarnir eru að mínum dómi nægilega stórir til að gegna því hlutverki, sem þeim er ætlað, en það er eingöngu að hýsa drukkna menn um nætursakir og aðra, sem brot- legir gerast og settir eru í varðhald þar til þeir eru leiddir fyrir dómara daginn eftir. Fangaklefarnir eru ekki þannig gerðir, hvorki að útbún- aði eða stærð, að hægt sé að geyma þar gæzlufanga um lengri tíma, hvað þá að hægt sé að láta menn taka þar út refsingar þeim dæmdar, enda hefi ég jafnan leitað til embættis yðar, herra sakadómari, um fyrirgreiðslu, hvað snertir geymslu gæzlufanga, og til yðar hafa dómfelldir héðan verið sendir til afplánunar refsinga sinna. Tveir fangaklefanna eru hins vegar það rúmgóðir, að auðvelt er að gera þá þannig úr garði með tiltölulega litl- um kostnaði, einkum hvað snertir lýsingu og útbúnað ann- an, að hægt væri að nota þá fyrir gæzlufanga, en þó aldrei 56 Tímarlt lögfrœOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.