Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 64
12. Bolungavík Ekkert fangahús. 13. Strandasýsla Ekkert fangahús. 14. Húnavatnssýsla Þar er ekkert fangahús. Þegar nýi héraðsdómarabústaS- urinn á Blönduósi var byggður, lét sýslumaður setja járn- rimla fyrir glugga eins kjallaraherbergisins og sterka hurð fyrir það, í því skyni að hafa mætti menn þar í haldi um stundarsakir, ef mjög brýn nauðsyn bæri til. Sú litla rejmsla, sem af þessari tilhögun hefir fengizt, virðist leiða í ljós, svo sem raunar er augljóst, að ótækt er að geyma ölvaða menn sem fanga í íbúðarhúsi vegna þess ónæðis, sem þeir gera íbúum hússins. Herbergi þetta virðist hins vegar mega nota til gæzluvarðhalds og til að láta sakborn- inga bíða í dagstundir, ef nauðsynlegt er vegna rannsókna opinberra mála. 15. Skagafjar&arsýsla og Sauöárlcrókur Á Sauðárkróki er þriggja klefa fangelsi áfast bóka- safnsbyggingu. Um þetta segir sýslumaður svo í bréfi, dag- settu 29. júní s.l.: „Fangelsi er aðeins eitt í umdæminu, og er það á Sauð- árkróki. Húsið var reist árið 1936 og mun hafa verið tek- ið í notkun áriS eftir. Fangelsið er áfast við bókasafnshús Skagafjarðarsýslu og Sauðárkróks við Suðurgötu 7. Ibúð- arhæð er yfir bókasafnshúsinu, sem er steinhús. Fangelsið er steinsteypt hús með timburþaki, múrhúðuðu að innan og járnklæddu að ofan. Það er að stærð 9x3,30 m. að inn- anmáli. I því eru 3 fangaklefar, anddyri, gangur og snyrti- herbergi. Fyrir framan er fangelsisgarður, umgirtur há- um múrveggjum, að innanmáli 9x2,73 m. Eigendur fangelsisins eru ríkissjóður að hálfu, Skaga- fjarðarsýsla og Sauðárkrókskaupstaður að % hluta hvor. 62 Tlmarit lögfrœOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.