Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 66

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 66
en rishæð var óráðstafað um sinn. Síðan lét bæjarsjóður Siglufjarðar í samráði við dómsmálaráðuneytið byggja upp rishæð hússins, enda þurfti þak hússins viðgerðar við, er ætlunin, að á þessari nýju (3.) hæð verði komið upp byggðasafni bæjarins. 1 heild þurfti umrætt hús gagn- gerðrar viðgerðar við áður en unnt var að taka það til þeirra nota, sem því var ætlað, fyrir utan þær breytingar, sem nauðsynlegt reyndist að gera á því, aðallega í sam- bandi við fangageymsluna í kjallara þess. Gerður var nýr inngangur og tröppur niður í kjallara, enda var litt mögu- legt að koma föngum niður í kjallarann áður en inngang- urinn og tröppurnar voru gerðar og með því að rífa veggi og byggja síðan nýja í kjallara hússins, var þar komið upp 10 fangaklefum og eru átta af þeim þegar nothæfir sem geymslur fanga, en 2 eru ófullgerðir. Hver klefi er 5—7 rúmmetrar. 1 þeim er steinsteyptur rúmbálkur með bólstaðri dýnu á. Auk þess eru að sjáif- sögðu nauðsynleg hlý teppi í hverjum klefa. Allir eru klefarnir málaðir að innan. Hiti er sæmilegur í þeim, a. m. k. að sumarlagi, og loftræsting er góð. Járnrimlar eru engir fyrir gluggum, sem eru fremur litlir, enda kjallar- inn mikið grafinn í jörðu, eins og áður segir. Er ætlunin að steypa upp í glugga fangaklefanna að mestu leyti. Fangageymslan hér er lítið sem ekkert notuð á öðrum tíma árs en meðan síldarvertíð stendur yfir, en þann tíma, þ. e. frá á að gizka 20. júní til 20. ágúst, eru fangaklefarn-' ir notaðir flestar nætur til geymslu ölvaðra manna. Að sjálfsögðu er fanga gætt allan sólarhringinn, enda standa vaktir lögreglumanna dag og nótt yfir sumarmán- uðina. Salerni til afnota fyrir fanga er á 1. hæð hússins. Klefar eru hitaðir með rafmagni og hitinn leiddur um rör og smárist inn í klefana. Birta er einkum frá rafljósi inn um rist ofan við klefadyr. Hurðarlæsingar eru öruggar. Aðstæður eru tæplega fyrir hendi til að halda gæzlu- föngum í haldi í fangageymslunni hér, a. m. k. ekki um lengri tíma. Við fangahúsið hefir enn enginn útivistar- 64 Tímarit lögfrœOinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.