Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Page 68
úr steinsteypu. 1 húsinu er afgreiðsla eða varðstofa, all- stórt herbergi, mjög lítið herbergi þar inn af, eitt and- dyri og þrír fangaklefar auk W.C., baði og hitunarklefa, sbr. uppdrátt af grunni hússins, sem fylgir hér með. Húsí þessu mun á sínum tíma hafa verið komið upp í skyndi og af vanefnum, enda miðað við brýnustu þörf, er þá var, og var þá svo komið, að lögreglan hafði ekkert fast aðsetur. Þegar varðstofan var byggð munu íbúar hér hafa verið um fimm þúsund, en nú eru þeir nálega níu þúsund, lög- reglumenn voru þá fjórir, en eru nú 10 með vakt allan sólarhringinn, tala vélknúinna ökutækja í umdæminu hef- ir margfaldast og umferð utanhéraðsmanna hefir senni- lega aukizt ennþá meira. Allt þetta og margt fleira, sem þróazt hefir í þjóðfélaginu síðustu tvo áratugina, hefir aukið verksvið lögreglunnar hér mjög mikið sem víðast annars staðar á landinu. Raunin er því sú, að lögreglustöð- in er nú orðin algerlega ófullnægjandi fyrir starfsemi lög- reglunnar, bæði sem vinnu- og vaktstaður lögreglumanna og fangageymsla. Eins og uppdráttur sýnir er aðeins eitt herbergi í húsinu, sem því nafni getur nefnzt, sem notað er sem varðstofa og aðsetur lögregluþjóna, þegar þeir eru ekki úti. Hið litla herbergi inn af varðstofunni hefir verið notað sem geymsla f37rir ýmsa muni, fyrir talstöð, og þar hefir verið eina afdrepið fyrir yfirlögregluþjóninn og aðra til taka skýrslur og starfa að öðru leyti að rannsókn mála o. þ. u. 1. Vistarvera lögreglumanna er að sama ganginum og fangaklefarnir og veldur það því, að ef einhver ókyrrð eða hávaði er í klefunum, sem oft vill verða frá ölóðum mönnum, heyrist það um allt húsið og truflar allt stai'f þar. Klefarnir hafa aðallega verið notaðir til að einangra ölóða menn og gæzlufanga, en.mjög lítið verið notaðir til að láta menn afplána dóma; þó hefir komið fyrir, að menn afplánuðu þar 10 daga varðhald, en það mun ekki hafa verið síðasta áratuginn. Að sjálfsögðu eru þrír klefar alls- kostar ófullnægjandi og sama er að segja um hinn hluta hússins, að þrengsli eru svo mikil að starfi lögreglumanna 00 Timnrit löcjfrœttinpa

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.