Tímarit lögfræðinga - 01.01.1960, Qupperneq 87
Aðalbrautir í Reykjavík
Vegur nýtur aðalbrautarréttar, ef vegur, sem að hon-
um liggur, er við vegamótin merktur biðskyldu- eða
stöðvunarmerkjum.
Þar sem sett hafa verið biðskvldumerki, slcal sá, sem
kemur af hliðarvegi, skilvrðislaust víkja fvrir umferð
þess vegar, sem hann ekur inn á eða yfir, hvort sem
um aðalbraut er að ræða eða ekki. Hann skal í tæka
tið draga úr hraða og nema staðar, ef nauðsyn krefur.
Skylt er að nema staðar, þegar ekki er fullkomin útsýn
yfir veginn.
Þar sem sett hefur verið stöðvunarmerki, ber öku-
manni skilyrðislaust að nema staðar. Þegar ekið er af
stað aftur, er skvlt að sýna ýtrustu varúð og víkja fvr-
ir umferð frá báðum hliðum, hvort sem um aðalbraut
er að ræða eða ekki.
Eftirtalcfar götur og vegir njóta aðalljrautarréttar:
Aðalstræti, Ánanaust, Austurstræti, Bankastræti,
Borgartún, Brúnavegur, Fríkirkjuvegur, Grensás-
vegur, Hafnarstræti, Hofsvallagata, Hringbraut,
Hverfisgata, Langahlíð, Lækjargata, Miklabraut,
Nóatún, Skúlagata, Snorrabraut, Sóleyjargata, Suð-
urgata, Suðurlandsbraut, Suðurlandsvegur, Sund-
laugavegur, Túngata, Vesturgata.
Aðalbrautarréttur gildir á nokkrum einstökum gatna-
mótum í bænum þar sem biðskvldu- eða stöðvunar-
merki hafi verið sctt.
Hringaksturstorg hafa aðall)i-autarrétt, sem helzt
óbreyttur, þótt aðalbraut liggi að þeim.