Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 3
riMARIT LOGFRÆÐINGA 2. hefti 1963 jpór(iu.r £yjóípiion Lœitaréttardói FÉSEKTIR I. Sektir og önnur refsiviðurlög. I íslenzkri refsilöggjöf eru höfuðgreinar .refsinga aðeins tvær, refsivist og fésektir, sbr. 31. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19 frá 1940. Fyrr á tímum voru í lögum ýmsar fleiri tegundir refsinga, þar á meðal líkamsrefsingar og lífláts, útlegð úr landi eða af tilteknu landsvæði innanlands, svipting opinberra réttinda o. fl. Refsingu er ætlað að hafa í för með sér meira eða minna óhagræði fyrir sökunaut. Hver einstök refsitegund beinist að skerðingu tiltekinna hagsmuna, sem með einhverjum hætti eru tengdir þeim manni, sem refsingu sætir. Auðsætt er, að til þess að refsing geti gengið jafnt yfir alla, sem sekir gerast, verður hún að bitna á hagsmunum, sem sam- eiginlegir eru öllum eða sem flestum sökunautum. Engar refsiaðgerðir fullnægja þessu skilyrði eins vel og líkams- refsingar, enda munu þær vera elztar og fyrrum algeng- astar allra refsitegunda. Hér á landi hafa slíkar refsingar verið lagðar niður af menningar- og mannúðarástæðum og eiga væntanlega ekki afturlcvæmt. Frelsissviptingar, meðal annars refsivist, beinast einnig að persónuréttind- um, sem eru svo nátengd líkamlegu eða andlegu lífi manna, að þau verða ekki frá því greind. öðru máli gegnir um

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.