Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 44
honum hafði verið dæmdur. Var hann þar með sekur tal-
inn, en málið lagt undir dóm lögmanns Magnúsar Jóns-
sonar. En lögmaður vék málinu til öxarárþings, og bar
við naumum og óhentugum tíma.
Var málið nú tekið fyrir á Alþingi og eru í Alþingis-
dóminum raktir þeir framhurðir, sem nú hefur verið getið.
Síðan segir þar:30)
„Var nú [)etta stórmæli rannsakað af 12 mönnum utan
vébanda31) og nú hér í lögréttu, sem áður greinir, og gáfu
allir tilnefndir dómsmenn sameiginlega það andsvar, að
fyrrnefndur Ari Pálsson sé á tildæmdum eiði lögfallinn.
Er þvi i herrans trausti og heilags anda náð tilkallaðri,
að yfirveguðu guðs heilaga orði, sem og konunglegu lög-
máli, er hljóðar um galdra og fordæðu ógerninga, fullkom-
inn dómur lögmanna og lögréttunnar, að oftnefndur Ari
Pálsson sé á tildæmdum eiði lögfallinn og straffist á lifinu,
sem svarinn og sannprófaður galdramaður . . . “
Var nú Ara fenginn prestur til þjónustu og fyrir hon-
um og tveimur lögréttumönnum gerði hann svofellda játn-
ingu:
„Þessi var meðkenning Ara Pálssonar undir aflausn og
meðtekning heilags sakramentis fyrir heiðurlegum kenni-
manni síra Hannesi Björnssyni, Halldóri Þorbergssyni og
Sigurði Jónssyni lögréttumönnum:
30) Alþb. ísl. VII., bls. 536—537.
31) í Jónsbók, þingfararbálki 3. kap. segir: „Skal lögmað-
ur láta gera vébönd á lögþingi á þingstað réttum, svo víð, að
þeir hafi rúm fyrir innan að sitja, sem í lögréttu eru nefndir.
Það skulu vera þrennar tylftir manna. Skal lögmaður og valds-
menn nefna þrjá menn úr þingi hverju, þá sem þeim þykja
bezt til fallnir“. í lögréttu eða innan vébanda áttu þannig
sæti 36 menn, en skv. 2. kap. þingfararbálks Jónsbókar skyldi
samtals nefna 84 menn til þingreiðar. Nefndi sýslumaður
(valdsmaður) menn þessa, ákveðinn fjölda úr hverju þingi.
Voru þeir kallaðir nefndarmenn. Utan vébanda, var því gert
ráð fyrir að sætu 48 nefndarmenn, þótt talan væri ekki ævin-
lega sú í framkvæmd.
90
Tímarit lögfræðinga