Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 23
leiki vafi. Kaupmanninum hafi ekki verið refsað, en þó
hafi honum borið að greiða sekt fyrir sína hlutdeild skv.
valdboði konungs.4) Hólmfastur liafi verið dreginn án
stefnu og óviðbúinn til dómþingsins og ekki hafi honum
verið skipaður neinn talsmaður, sleppt hafi verið að rann-
saka þá fullyrðingu Hólmfasts, að hann hefði boðið Hafn-
arfjarðarkaupmanni fisk þennan, en kaupmaður hafnað
honum sem óhæfum verzlunarvarningi. Auk þess færðu
þeir rök fyrir því, að refsingin hefði verið allt of hörð
jafn vel þótt ekkert hefði verið við rannsókn málsins og
aðra meðferð þess að athuga.
Og skýrslan heldur áfram:
Til þeirra nefndarmanna hafi komið fátækur maður,
Ásbjörn Jóakimsson að nafni, þegar þeir hafi verið staddir
á Seltjarnarnesi og borið fram svofellda kæru:
Árið 1681 hafi þjónn Lárusar Gottrúps lögmanns skipað
sér að ferja sig yfir fjörð einn, en hann neitað ,enda verið
fardagar og hann verið að flytja búslóð sína. Hafi Gottrúp
þvi næst látið stefna sér til þings fyrir óhlýðni og Sigurður
Bjömsson lögmaður dæmt málið. Hafi Ásbjörn verið
dæmdur fyrir óhlýðni þessa til hýðingar og refsingunni
fullnægt þegar í stað. Hafi hún farið fram i tveimur lot-
um og liðið yfir Ásbjörn i bæði skiptin.
Við meðferð máls þessa gagnrýna nefndarmenn það, að
sakborningi hafi enginn talsmaður verið fenginn og ekki
sjáist af gögnum málsins, að þessi þjónn Gottrúps hafi
haft meðferðis nein konungsbréf og því ekki átt rétt á
flutningi þessum.
Og enn heldur skýrslan áfram:
Ekki verði því með fáum orðum lýst, hvert ofbeldi og
hvern órétt sá fátæki og einfaldi almúgi hafi mátt þola
á landi hér um langa hríð og hversu réttarfarsmálefnum
hér sé stjórnað.
4) Valdboð konungs frá 29. janúar 1684. Octroy paa den
islandske Handel paa sex Aar, Kbhavn 29. jan. 1684. Lovs. f.
Isl. I., bls. 406.
Tímarit lögfræðinga
69