Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 37
Af máli Jóns Hreggviðssonar er hins vegar það að segja,
að i áðurnefndu bréfi frá 9. september 1710 (Embedsskriv-
elser Nr. 124), þar sem þeir nefndarmenn kvarta yfir með-
ferð málsins fyrir yfirrétti, víkur Árni Magnússon sérstak-
lega að máli Jóns Hreggviðssonar. Skýrir hann frá því, að
Jón Hreggviðsson hafi fyrir tveimur árum (þ. e. árið
1708) snúið sér til sín (sbr. Private Brevveksiing Nr. 292),
er þeir nefndarmenn hefðu kveðið upp dóm í máli Sigurð-
ar Björnssonar, en mál það snerti Jón Hreggviðsson. Hefði
Jón farið þess á leit við sig, að hann liðsinnti sér til að fá
hinu gamla morðmáli stefnt fyrir dóm. Bað Árni í bréfi
þessu konung um, að hann skipaði svo fyrir, að Jón fengi
dómsgerðir i málinu. Skýrði hann einnig frá því, að Jón
hefði verið til skips færður, en skipstjóri eigi viljað við
honum taka, m. a. þar sem dómurinn hefði ekki fylgt.
Þá getur Ámi þess í bréfinu, að hann fái ekki séð, að
dómur yfirréttar sé á lögum reistur, því að sökin, sem Jón
sé dæmur fyrir, sé m. a. sú, að hann hefði ekki birt hæsta-
réttarstefnuna, en hins vegar komi engan veginn fram,
hvort Jón sé sekur eða saklaus af morðákærunni, sem þó
virtist að vera ætti. Til þess að úr því yrði skorið, hefðu
þeir nefndarmenn dæmt hann skyldugan til að afla sér
nýrrar stefnu í morðmálinu og fylgja því eftir. Þeim dómi
hafði síðan verið hrundið í yfirrétti og Jón því verið svipt-
ur rétti til þess, að fá lyktir á morðmálið.
Þó að margt sé í máli Jóns Hreggviðssonar, sem ekki
að ástæðulausu gæti gert hann grunsamlegan, þá sé og
margt sem bendi til, að ætla megi hann saklausan. Af þess-
um sökum megi ekki ganga hratt fram í því að fullnægja
dóminum. Síðan fór Árni þess á leit, við konung, að Jón
fengi gjafsóknarleyfi og honum yrði skipaður talsmaður.
Þann 27. febrúar 1711 var leyfi veitt til þess að málið
gengi fyrir Hæstarétt, en hæstaréttarstefnan er dagsett
14. apríl 1713 (Embedsskrivelser Nr. 144).
Dráttur varð á, að mál Jóns Hreggviðssonar yrði dæmt
í Hæstarétti og stafaði það af því, að Jón Eyjólfsson vara-
Tímarit lögfræðirqa
83