Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 52
það, að málavafstur þetta tafði þá nefndarmenn mjög frá öðrum störfum og torveldaði þeim þau á ýmsan veg. Vissulega var það þó þarft verk að vekja athygli á því, sem aflaga fór í réttarfari um þessar mundir, en hinir óvægilegu dómar yfir Sigurði lögmanni valda því, að þeirri hugsun verður ekki varizt, að þeir nefndardómarar hafi viljað nota þetta tækifæri til að klekkja á honum og í þeim ákafa gengið heldur lengra en dómarasæmd þeirra leyfði. Segir Páll E. ölason,34) að Sigurður lögmaður hafi heldur staðið á móti þeim Árna og Páli í erindisrekstri þeirra ög verið meira á bandi Gottrúps og Kristjáns Miill- ers amtmanns. Um þetta mætti fjölyrða meira en hér er kostur og verður því látið staðar numið. Dómsmálastarf þeirra Árna og Páls hefur vafalaust opn- að augu manna fyrir því, hversu réttarfar var bágborið, einnig augu valdhafanna, enda tekur að gæta viðleitni til úrbóta. Farið er að vinna ákafar að samningu íslenzkrar lögbókar, þótt því verki lyki raunar aldrei, og upp úr 1720 er tekið að beita hér réttarfarsreglum Norsku laga frá 1687, en þær stóðu um margt framar hinum fornu réttarfarsreglum Jónsbókar frá 1281. Framkvæmdin fór að vísu í handaskolum, svo að um framför varð naumast að ræða, þegar til kastanna kom. Réttarfar á Islandi varð því enn að bíða í tæpa öld eftir gagngerðum endurbótum, en þær eru tengdar nafni Magnúsar Stephensens og stofn- un Hins konunglega íslenzka landsyfirréttar árið 1800. (Embedsskrivelser: Arne Magnussons Embedsskrivelser og andre offent- lige Aktstykker, Kobenhavn, 1916. Private Brevveksling: Arne Magnus- sons, Private Breweksling, Kobenhavn, 1920. Tilgreining annarra heim- ildarita mun vera auSskilin). 34) Saga íslendinga VI., bls. 77. -98 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.