Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 6
heldur. Vararefsingu getur lögreglumaður eklci ákveðið,
og fari svo, að sektin greiðist ekki, skal málið ganga til
dóms með venjulegum hætti. Dómari og Saksóknari geta
jafnan ákveðið, að sektarákvörðun lögreglumanns sé telcin
til meðferðar af nýju, og skal dómari fella hana úr gildi,
ef hún telst fjarstæð.
m. Ákvörðun sektarfjárhæða.
Þegar refsing er í lögum lögð við broti, er dómstólum
venjulega veitt svigrúm til að tiltaka refsihæðina innan
tiltekinna marka, enda er það nauðsynlegt, þar sem að
lögum ber að meta margs konar atriði, ýmist til hækkunar
refsingu eða lækkunar, sbr. einkum ákvæði VIII. kafla alm.
hegningarlaga. Skal nú i aðalatriðum drepið á þær reglur,
sem í þessu efni koma til greina um sektir.
1. Bundnar sektir. Það eru nefndar bundnar sektir
(normerede böder), þegar lögin ákveða sjálf sektarfjár-
hæð þá, sem sökunaut skal gert að greiða fyrir tiltekin
brot. Fer þá um upphæðina eftir hlutlægum sjónarmiðum,
sem dómstólar eru bundnir við. Þessi háttur var hafður
í fornlögum okkar, sbr. 3 marka sektir, sem lágu við ýms-
umbrotumsamkvæmtGrágásarlögum. Tíðkaðist það raun-
ar langt fram eftir öldum, að þegar sektarrefsing lá við
broti, þá var sektarf járhæðin lögálcveðin, hin sama fyrir
hverja tegund brota, og fengu dómstólar þar engu um
þokað. Enn eru í lögum nokkur dæmi um bundnar sektir,
þó að þeim fari fækkandi. Sem dæmi má nefna 2. málsgr.
41. gr. áfengislaga nr. 58 frá 1954, þar sem tiltekið brot
varðar í fyrsta sinn fimmföldu og í annað sinn tíföldu
söluverði þess áfengis, sem ætlað er til ólöglegrar sölu. I
sumum tilvikum er dómstólum ætlað nokkurt svigrúm,
sbr. t. d. 22. gr. laga um skráningu skipa nr. 17 frá 1948,
þar sem mælt er, að sektarfjárhæð skuli vera 500—1000
krónur á hverja brúttórúmlest skips fyrir tiltekna van-
rækslu. Það kemur einnig fyrir, að upphæð sektar skal
vera tiltekið margfeldi af ólöglega teknum eða áskildum
52
Tímarit lögfræðinga