Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 33
svo framt sem hann vildi þessara sömu konungl. majestats
náðar og fríheita njótandi verða, þá skyldi hann héðan af
friðsamlega við alla menn (hér á landi) umgangast og eng-
an að fyrra bragði ýfa eður áreita með orð eða verk,
hverja sína lofun hann handsalaði lögþingsmönnum ásjá-
andi
Hins vegar er hæstaréttarstefnunnar að engu getið í
Alþingisbók.
Bjó nú Jón óáreittur á búi sinu utan þess, að hann var
hýddur á Alþingi 10. júní 1693 fyrir iUyrði sem skilin
voru þannig, að hann hefði ráðizt á persónu konungs,18)
en hann fluttist síðan að Efra-Reini í Akraneshreppi og
bjó þar árið 1703, þegar manntalið var tekið. En ekki var
frekar aðhafzt í máli þessu þrátt fyrir þann dauðadóm,
sem á Jóni hvíldi.
Þannig stóð málið, þegar það kom til kasta nefndarmann-
anna, svo sem áður hefur verið sagt frá. Þegar þeir höfðu
meðtekið konungsbréfið um að dæma í firnamálunum,
gáfu þeir skjótlega út stefnu á hendur Sigurði lögmanni,
einnig var stefnt sýslumanni Borgarfjarðarsýslu og Jóni
Hreggviðssyni.
Var Sigurði stefnt til (Embedsskrivelser Nr. 86) „að
forsvara fyrir okkrum dómi þann samning eður contract,
sem.anno 1686 í lögréttu á alþingi fram fór milli yðar og
Jóns Hreggviðssonar, hvern (Jón) þér áður fyrir tveimur
árum svo semmorðingjafrálífinudæmthöfðuð. Meðhverj-
um samningi eða contract þér meinist ekki alleinasta móti
réttu gjört hafa, heldur lög og réttan laga veg sýnilega nið-
urbrotið, svo vel sem með þvi að þér nefndan Jón Hregg-
viðsson liafið frá þeirri tíð í svo margt ár vísvitandi liðið
í næstu sveitum ákærulausan um fyrrsagt morðsmál“.
Jóni Hreggviðssyni var hans vegar stefnt til að sýna með
livaða rétti eða frelsi hann hefði dvalizt á landi hér í rúm
20 ár.
18) Alþb. ísl. VIII,, bls. 429—430.
Tímarit lögfræðinga
79