Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 7
ágóða, sbr. 6. gr. laga um bann við okri, dráttarvexti o. fl. nr. 58 frá 1960. Sams konar regla er einnig í fyrmefndri 48 gr. skattalaganna. Það þykir vart eiga lengur rétt á sér að binda fjárhæð sekta þannig við hlutlæg atvik. 2. Venjulegar sektir. 1 lögum sumra þjóða eru sektir lagðar við brotum án nokkurs ákveðins lágmarks eða há- marks, og er þá lagt á vald dómstóla að tiltaka fjárhæðina hverju sinni eftir hinum hlutlægu og huglægu atvikum, sem fyrir liggja og áhrif hafa á refsiákvörðun. Hefur þess- ari reglu aukizt fylgi á síðari timum. 1 okkar hegningar- lögum er hins vegar ákveðið bæði lágmark og hámark sektargreiðslu. Samkvæmt 50. gr. hegningarlaganna skal lágmark sekta vera 4 krónur og hámark 30 þúsund krón- ur, nema sérstök lagaheimild sé fyrir því að ákveða sekt hærri eða lægri. Gildir þessi regla bæði innan og utan al- mennu hegningarlaganna. 1 sérlöggjöfinni er þó hámark sekta oft sett hærra en í almennu hegningarlögunum. Lögákveðið lágmark og hámark sekta hefur þann ókost í för með sér, að þegar framkvæma skal lögin, getur gildi peninga verið orðið allt annað en þegar lögin voru sett. Verðfall peninga hefur líka komið á daginn, eins og kunn- ugt er. Á þessu mætti ráða bót með þvi að binda sektir við gullkrónur, eins og gert er i fiskveiðalöggjöfinni, en ekki hefur þótt tiltækt að gera það að almennri reglu. Hins vegar var ákveðið með lögum nr. 14 frá 1948, að hvar- vetna þar, sem fésektir eru ákveðnar í lögum án tillits til þess verðlags, sem þá gilti, skuli lágmark þeirra og hámark breytast eftir vísitölu, sem kaupgjald er greitt eftir á hverj- um tíma. Þegar fjárhæð sektar er tiltekin hverju sinni innan hins lögákveðna sektaramma, ber almennt að taka sama tillit til refsihækkandi og refsilækkandi ástæðna og málsbóta sem við ákvörðun refsivistar. En nú kemur það atriði einn- ig til álita, eins og fyrr var að vikið, að efnahagur manna er misjafn, og mundi þvi sektargreiðsla af sömu fjárhæð vera sumum tilfinnanleg, þó að aðrir yrðu hennar lítt eða Tímarit lögfræðinga 53

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.