Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 34
Sá grunur lá sem sagt á, að þeir Jón Hreggviðsson og
Sigurður Björnsson hefðu um það samið, að Jón styngi
hæstaréttarstefnunni í máli því, sem hann hafði verið
dæmdur til dauða í, undir stól gegn því að lögmaður
hreyfði i engu við honum.
Dómur var kveðinn upp 28. júli 1708 (Embedsskrivelser
Nr. 89).
Er niðurstaða sú, að Alþingisbók 1686 vitni berlega um
lofun Jóns Hreggviðssonar við lögmanninn Sigurð Björns-
son. Hafi lögmaður ekkert fram borið sér til afsökunar.
Með samningi þessum hafi hann brotið gegn Lönguréttar-
bót frá 1450 og öðru konunglegu lögmáli, sem fyrirbjóði,
að útlægir menn gangi um án þess að þeim verði refsað.
Nú greini íslenzk lög ekki skilmerkilega, hver refsing eigi
að liggja við slíkri háttsemi og beri því skv. tilskipun Frið-
riks 2.,10) að dæma um hana eftir dönskum lögum. Var
niðurstaðan sú, að Sigurður Björnsson skyldi hafa for-
brotið sínu embætti og ekki framar lögmaður vera, en
niðurstaða þessi studd við tilskipun eina danska frá 21.
sept. 1695. 1 málinu kom einnig fram fölsuð uppskrift af
griðabréfi Jóns Hreggviðssonar og var lögmanni gert að
skýra, hvernig á því stæði.
Sjálfum var Jóni fyrirlagt að afla sér þegar stefnu í
morðmáli þessu og framfylgja síðan málinu eftir nefndum
lögum og fara framvegis eftir þeim verndarbréfum, sem
honum hefðu verið fengin.
Dómi þessum áfrýjaði Sigurður Björnsson til yfirréttar-
ins og þeir Árni og Páll rituðu vöm fyrir dómi sínum, en
altítt var, að dómarar létu slíka vörn fylgja dómum sín-
um, sem áfrýjað var. (Vöm þeirra er í Embedsskrivelser
Nr. 120).
Um það atriði, hvort þeir Sigurður og Jón Hreggviðsson
hefðu gert samning um að stinga hæstaréttarstefnunni
19) Hér er átt við Tilskipun frá 20. marz 1563 (Forordning
om Afgjörelsen af de Tilfælde, som ikke omtales i Islands
Lov). Lovs f. Isl. I., bls. 79—80.
80
Tímarit lögfræðinga