Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 48
prófs þess, er í héraði hafi tekið verið móti Magnúsi Bene-
diktssyni, sbr. það, sem i dómi Alþingis sagði, að lögþings-
mönnum þætti það próf, sem fram hefði komið, eigi standa
svo lögfullum fótum, að Magnús teldist eftir þeim sann-
anlega sakaður í galdraverkum,------þó sé honum lögð
alvarleg húðláts refsing. Verði dómurinn ekki afsakaður,
þótt Magnúsi hafi orðið eiðfall, þ. e. ekki tekizt að sverja
fyrir áburð þennan. Var Sigurði lögmanni gert að greiða
sekt fyrir dóminn til konungs og var sú niðurstaða studd
sömu rökum og í máli Ara Pálssonar, en málið var ekki
úr umdæmi Sigurðar Björnssonar, heldur Magnúsar Jóns-
sonar eins og fyrra málið.
1 yfirrétti hlaut málið sömu örlög sem mál Ara Pálsson-
ar. Því var vísað frá með þeim formála, að það væri ekki
úr umdæmi Sigurðar Björnssonar.
Fyrir meðferðina á máli Geirnýjar Guðmundsdóttur
(Embedsskrivelser Nr. 92), sem átt hafði barn með bróður
látins eiginmanns síns og orðið með þvi m. a. brotleg við
ákvæði Stóra dóms, en því máli þó lítt framfylgt, voru
þeir Sigurður og Gottrúp lögmaður dæmdir í sektir. En
því máli var einnig vísað frá yfirréttinum, með þeim rök-
um, að það ætti undir prestadóm, en ekki yfirrétt.
Niðurstaða þeirra Árna og Páls i málinu út af kaleik
og patínu Grundarkirkju í Eyjafirði var sú (Embedsskriv-
elser Nr. 93), að lögmaður skyldi skila munum þessum til
kirkjunnar bótalaust, enda sé sýnilegt eins og í dóminum
sagði, að lögmanninum hafi ekki kunnað grunlaust að
vera, að fyrrsagður kaleikur, patína og korpórall tilheyrði
Grundarkirkju. Þá var lögmaðirrinn fyrir slíka pant tekju
og meðferð á sögðu kirkjufé dæmdur til að greiða 30 rd. til
konungs. Þessum dómi var ekki áfrýjað.
Að lokum er sú spurning bæði nærtæk og eðlileg, hver
árangur hafi orðið af störfum þeirra Árna Magnússonar
og Páls Vídalíns á sviði dómsmála og réttarfars, og um
leið hvort gagnrými þeirra hafi verið réttmæt eða ekki.
94
Tímarit lögfræðinga