Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 42
1 þinghaldi að Fífustöðum 2. maí 1681 töldust gallar
hafa verið á skipan nefndarvottanna í Hvestuþinghaldi 27.
ágúst og var úr því bætt þar á þingi. Jafnframt komu
fram frekari vitnisburðir gegn Ara.
Voru þar aðallega að verki tvenn hjón. önnur hjónin
Jón Jónsson og Margrét Bergþórsdóttir sögðust veikleika
hafa féngið, er þau neituðu Ara um vist sína, en þau höfðu
óður verið hjú hans. Er þess getið, að Margrét hafi fengið
stórt áhlaup fyrir þessum dómi.
Gegn þessum framburði lagði Ari fram vitnisburði
tveggja manna og var annar þeirra sýslumaður, þar sem
þeir hafa það eftir Jóni, að hann hafi ekki vitað til neinnar
galdrabrúkunar Ara. Auk þess lagði Ari fram handsalaðan
vitnisburð áðumefndrar Margrétar Bergþórsdóttur og ann-
arrar vinnukonu sinnar, sem gefinn hafði verið að heimili
hans, hvar í þær segjast ekki annað til hans vita en frómt
og ráðvant til allra athafna.
Lýstu nefndarvottar þeir, sem tilkvaddir höfðu verið, að
þau Jón og Margrét hefðu sig að sönnu ómyndug gert
með þessum tvöföldu vitnisburðum, en vottarnir bæta
þvi hins vegar við, að þeim sé kunnugt um, að þau Mar-
grét og Jón hefðu veik orðið og K'st því, að sér hefði
brugðið við fölun Ara, og kynnu þeir ekki með Ara að
sverja þann eið, sem honum hefði verið á hendur sagður
með dómi 4. júní 1680. „(Þetta er þeirra grundvöllur eins
og' Jón og Margrét hefðu ekki kunnað af annarri orsök
veik að verða)“ skjóta þeir nefndardómarar hér inn í.
Sóru síðan allir nefndarvottarnir, að eiður væri Ara ósær
að þeirra hyggju, og var hann til fanga tekinn.
Hin hjónin lögðu fram vitnisburð sinn daginn eftir, 3.
maí og voru það Indriði Narfason og Þuríður Jónsdóttir,
sem áður höfðu borið vitni, ítrekuðu þau nú framburði sína
um veikleika Þuríðar og leiddu til nokkra votta. Taldi
Indriði það til stuðnings framburði þeirra, að áður en
hann giftist Þuríði, hefði hann falað til vistar hjá sér
Margréti Bergþórsdóttur, sem áður var nefnd og var nú
88
Tímarit lögfræðinga