Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 15
argreiðsluna eftir lilteknum reglum. Það mun þó almennt viðurkennt, að þessi aðferð hafi ekki gefið góða raun. Mörg lönd, sem hafa kynnt sér þetta fyrirkomulag og framkvæmd þess, hafa hafnað því við endurskoðun hegn- ingarlaga sinna. Um vararefsingu, ef sekt greiðist ekki, eru ákvæði í 54. gr. almennra hegningarlaga. Það er aðalreglan, að sekt skal afplánuð í varðhaldi, en þó getur vararefsing orðið fangelsi, ef óheppilegt má telja, að fanginn hafi samneyti við þá, sem varðhaldi sæta. Svo er og ákveðið, að sé sekt dæmd ásamt refsivist, skuli afplánun hennar tiltekin með sömu tegund refsivistar og aðalrefsingin. Lágmafk vara- refsingar skal vera 2 dagar, og hámark 1 ár. Dómstóll sá, sem leggur á sektina, ákveður jafnframt, hvort vararefs- ing skuli vera varðhald eða fangelsi og um hversu langan tíma. Hér er því ekld lagt á vald þess embættismanns, sem annast fullnustu refsinga, hversu langan tíma afplánunin skuli taka, eins og gert er í löggjöf sumra þjóða. Aftur á móti skal slikur embættismaður ákveða tiltölulega stytt- ingu afplánunartíma, ef sekt hefur verið greidd að hluta, áður en til afplánunar kom. Þó að lögin geti þess ekki, styðst það við gamla venju, að fangi, sem afplánar sek' í refsivist, getur á hvaða tíma sem er leyst sig úr refsivist- inni með því að greiða sektina að fullu. Ákveður þá em- bættismaður sá, sem annast fullnustu sektardóma, hversu mikill hluti sektarinnar telst vera afplánaður. 1 2. málsgr. 51. gr. almennra hegningarlaga segir, að ákvörðun um vararefsingu i stað sektar skuli vera óháð þvi tilliti til fjárhags sökunauts, sem eftir ber að fara við ákvörðun séktarfjárhæðar, sbr. 1. málsgr. sömu greinar. Þessi regla er reist á því áliti, að refsivist sé mönnum jafn þungbær, hvort sem efnahagur þeirra er rífur eða þröngur. Ef t. d. A og B eru dæmdir fyrir sams konar verknað og sök þeirra metin jöfn, og A er dæmd 1000 króna sekt og til vara 5 daga varðhald, en B dæmd 2000 króna sekt vegna rífara efnahags, þá ætti einnig að ákveða vararefsingu B Tímarit lögfræðinga 61

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.