Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 25
Af máli Tómasar Konráðssonar") er það að segja, að
um aldamótin 1700 hafði Rifshafnarkaupmaður á Snæ-
fellsnesi kært hann fyrir brot á svæðaskiptingu verzlunar-
laganna, sem í því var fólgið, að hafa lagt inn í Búðakaup-
stað 8 vættir fisks, sem aflazt höfðu í Dritvík, en Dritvík
taldist til Stapaumdæmis. Sjálfur var Tómas hins vegar
búsettur í Rifshafnarumdæmi. Tómas játaði brot sitt á
þingi, en Rifshafnarkaupmaður hótaði Tómasi einslega
járnum og þrælkun á Brimarhólmi, ef hann bætti sér ekki
þessa yfirsjón, og varð Tómas að heita kaupmanninum
skriflega 40 vættum fisks fyrir brotið.
Stapakaupmaður varð þessa áskynja og lét stefna Tóm-
asi fyrir dóm, enda hefði fiskurinn aflazt í Stapaumdæmi.
Sýslumaður, Magnús Björnsson, vék sæti og sótti málið
fyrir Stapakaupmann, en setudómari fór með málið. Var
þessi háttur ærið vafasamur enda var sýslumaður inntur
eftir því á Alþingi 1701,6 7) hverju þetta sætti, en sýslumað-
ur kvað þetta hafa verið gert að tilhlutan amtmanns.
Dómur setudómarans varð á þá leið, að öll búslóð Tóm-
asar skyldi dæmd Stapakaupmanni, nema æðri yfirvöld-
um s\rndist hitt réttara, að Rifshafnarkaupmaður gengi
fyrir, þar sem Tómas hafði verið búsettur í umdæmi hans.
Stapakaupmanni þótti dómurinn óskýr og auk þess of
vægur. Krafðist hann þyngstu refsingar og var niður-
staða lögmanna og lögréttu, að Tómas hefði „forbrotið
í móti kóngl. octroyers 8da pósti og svo í móti kóngl. for-
ordning með íslands taxta 1684, og að hann þar eftirstraff-
ast skuli uppá hans búslóð og Bremerhólm. En af sérdeilis
beþenking um það passerað hefur millum kaupmann-
anna, sem processinn um getur, og þess einfalda og van-
færa manns Tómasar Konráðssonar, setjum vér inn fyrir
hans kónglegrar majest. náð, og í þeirri von Tómas Kon-
6) Jón Aðils, Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787,
bls. 140—41.
7) Alþb. ísl. IX., bls. 174.
Tímarit lögfræðinga
71