Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Blaðsíða 25
Af máli Tómasar Konráðssonar") er það að segja, að um aldamótin 1700 hafði Rifshafnarkaupmaður á Snæ- fellsnesi kært hann fyrir brot á svæðaskiptingu verzlunar- laganna, sem í því var fólgið, að hafa lagt inn í Búðakaup- stað 8 vættir fisks, sem aflazt höfðu í Dritvík, en Dritvík taldist til Stapaumdæmis. Sjálfur var Tómas hins vegar búsettur í Rifshafnarumdæmi. Tómas játaði brot sitt á þingi, en Rifshafnarkaupmaður hótaði Tómasi einslega járnum og þrælkun á Brimarhólmi, ef hann bætti sér ekki þessa yfirsjón, og varð Tómas að heita kaupmanninum skriflega 40 vættum fisks fyrir brotið. Stapakaupmaður varð þessa áskynja og lét stefna Tóm- asi fyrir dóm, enda hefði fiskurinn aflazt í Stapaumdæmi. Sýslumaður, Magnús Björnsson, vék sæti og sótti málið fyrir Stapakaupmann, en setudómari fór með málið. Var þessi háttur ærið vafasamur enda var sýslumaður inntur eftir því á Alþingi 1701,6 7) hverju þetta sætti, en sýslumað- ur kvað þetta hafa verið gert að tilhlutan amtmanns. Dómur setudómarans varð á þá leið, að öll búslóð Tóm- asar skyldi dæmd Stapakaupmanni, nema æðri yfirvöld- um s\rndist hitt réttara, að Rifshafnarkaupmaður gengi fyrir, þar sem Tómas hafði verið búsettur í umdæmi hans. Stapakaupmanni þótti dómurinn óskýr og auk þess of vægur. Krafðist hann þyngstu refsingar og var niður- staða lögmanna og lögréttu, að Tómas hefði „forbrotið í móti kóngl. octroyers 8da pósti og svo í móti kóngl. for- ordning með íslands taxta 1684, og að hann þar eftirstraff- ast skuli uppá hans búslóð og Bremerhólm. En af sérdeilis beþenking um það passerað hefur millum kaupmann- anna, sem processinn um getur, og þess einfalda og van- færa manns Tómasar Konráðssonar, setjum vér inn fyrir hans kónglegrar majest. náð, og í þeirri von Tómas Kon- 6) Jón Aðils, Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787, bls. 140—41. 7) Alþb. ísl. IX., bls. 174. Tímarit lögfræðinga 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.