Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 39
Guðmundur Bjarnason bar það og sór, að hann hefði fundið galdraspjald að Lokinhömrum næstan dag eftir burtför Ara þaðan. 1 sama eið er einnig inntekið um veikleika Guðmundar og hvatskeytslegan peningamissi með undarlegum tilburðum. Svarin frásaga Borgars Sigurðssonar um óhreinan anda í hundslíki, sem hann segir við sig talað hafi og sagzt vera sendur af Ara Pálssyni. Aburður Sigurðar Bjarnasonar um síns barns veikleika ósvarinn og ekki gildur af héraðsmönnum meðtekinn. Þann 29. april 1679 var haldið þriggja hreppa þing26) að Fífustöðum í Barðastrandasýslu og dómur nefndur um mál Ara Pálssonar. Fyrir þann dóm kom það, sem fram hafði farið að Hrafnseyri 5. febrúar og rakið var hér að framan, en því var hins vegar skotið til Alþingis, hversu hár eiður Ara skyldi gerður fyrir nefndan áburð, en ekki verður sagt að ljóst sé, hverju lögrétta hafi svarað. I nóvember þetta sama ár bar Indriði Narfason og kona hans Þuríður Jónsdóttir Ara Pálsson því, að hann með göldrum væri valdur að veikleika hennar. Var nú næst þingað í málinu 2. júni 1680 að Hrafnseyri. Var það sýslumaðurinn Páll Torfason með sex mönnum, sem þingið hélt og komu nú 4 eða 5 konur sem skýrðu frá því, hvernig Þorkatla hafði veik orðið. Eitt vitnið Sesselja Bjarnadóttir getur þess sérstaklega, „að hún hyggi það kránkdæmi ekki hafa verið venjulegt eður náttúrlegt“, en þeir nefndarmenn bæta við í skýrslu sinni „(á hverri hennar hyggju okkur sýnist ekkert ríða, því einni almúga konu var ekki ætlandi neitt hér um skynsamlegt að dæma)“. Framburðinn telja þeir í heild ekkert sanna um galdraiðkun Ara Pálssonar. Að dómi þeirra nefndarmanna er átt við framburði þess- ara kvenna, þegar í Alþingisdóminum stendur, að til styrk- 26) Sjá Ólafur Lárusson, Lög og saga, bls. 249, sbr. Af- mælisrit Einars Arnórssonar bls. 141. Timarit lögfræðinga 85

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.