Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 22
sætta mál en hollt meg'i telja, og bíði þar hinn máttar-
minni hnekki, — sá er beygi sig undir áhrifavald sýslu-
manns; í meðferð mála gæti mikillar formþrælkunar; þá
séu dómar oft mjög óljósir og óendanlegii’, svo að illkleift
sé eftir þeim að fara; við beri, að dæmt sé eftir dönskum
og norskum lögum, sem aldrei hafi á Islandi lögtekin ver-
ið, en landslög á Islandi hins vegar orðin gömul og úrelt.
A Alþingi séu lögréttumenn áhrifalausir, þeir dæmi oftast
eins og lögmenn segi þeim að gera; engin gegnumdregin
bók sé haldin við þingið og dómar þess ósökstuddir og án
forsendna, en við beri einnig, að lögmenn dæmi ekki mál,
sem til þeirra séu lögð.
Næsta ár, eða 18. september 1703, gefa þeir nefndar-
menn skýrslu um ofbeldi, sem þeir telja, að Lárus Gottrúp
lögmaður og sýslumaður i Húnavatnssýslu hafi beitt 8
bændur þar í sýslu, er þeir neituðu að gefa honum vitnis-
bui’ði, svo sem hann hafði farið fram á, og verður það mál
rakið hér á eftir. (Embedsskrivelser Nr. 33).
Árið eftir, eða 24. september 1704, senda nefndarmenn
rækilega skýrslu um mál Hólmfasts Guðmundssonar, sem
þeim hafði sérstaklega verið falið að rannsaka i upphaf-
legu erindisbréfi, 24. gr. (Embedsskrivelser Nr. 40). En
í skýrslu þessari viku þeir einnig að öðrum málum.
Hólmfastur Guðmundsson var hjáleigubóndi að Brunna-
stöðum í Vatnsleysustrandarhreppi. Hafði hann gerzt brot-
legur við svæðaskiptingu verzlunarlaganna með þvi að
selja árið 1698 i Keflavik 3 löngur og 10 ýsur i stað þess
að láta Hafnarfjarðarverzlun sitja fyrir kaupunum. Var
hann dæmur í sekt, en átti ekki annað en bát einn gamlan
til að láta upp i sektina. Sú greiðsla var ekki talin fullnægj-
andi, svo að Hólmfastur var leiddur í tóft eina og hýddur
16 höggum við staur í návist amtmannsins, Kristjáns Múll-
ers.
Er skoðun nefndarmanna sú, að meðferð máls þessa
hafi mjög verið ábótavant. Ekki hafi verið rannsakað til
hvors umdæmisins Brunnastaðir ættu að teljast, en á því
68
Tímarit lögfræðinga