Tímarit lögfræðinga - 01.06.1963, Side 5
lega sekt að viðlagðri viðeigandi refsivist, ef hann játast
undir þessa ákvörðun dómara með undirskrift sinni í þing-
bók. Þegar litið er til þess mikla fjölda refsiverðra brota,
sem eingöngu eða aðallega varða sektinn, þá er auðsætt,
að reglan um dómsáttir er mjög heppileg, bæði fyrir söku-
naut og ákæruvaldið. Oft eru brot þessi btilvæg, og skiptir
þá ekki miklu máli, þó að slakað sé á klónni um nákvæma
undanfarandi rannsókn, sbr. t. d. hinar tiðu sektir vegna
ölvunarbrota eða smávægilegra brota á umferðarlöggjöf.
Saksóknari getur þó, ef honum þykir sérstök ástæða til,
kært dómsáttina til Hæstaréttar til ónýtihgar.
Víða er það í lögum erlendis, að embættismönnum fram-
kvæmdarvaldsins er heimilað að ákveða mönnum sektir
fyrir tiltekin brot, svo sem gegn tolllögum, lögum um
framleiðslu söluvarnings o. fl. Á siðari árum hefur lög-
reglumönnum einnig verið fengið sektavald i hendur inn-
an tiltekinna marka.
Hér á landi hafa verið i lögum fábrotin og þýðingarlítil
ákvæði um sektavald embættismanna framkvæmdarvalds-
ins. I konungsbréfi frá 3. janúar 1823, sem enn er talið
i gildi og tekið upp i lagasöfn, er amtmönnum, nú ráð-
herrum, veitt heimild til að ákveða embættismönnum smá-
vægilegar sektir fyrir vanrækslu um skýrslugerðir. Einnig
má nefna ákvæði i 48. gr. laga um tekjuskatt og eignar-
skatt nr. 55 frá 1964 þar sem ríkisskattstjóra er heimil-
að að ákveða mönnum sekt fyrir misferli i skattaframtali.
Þó að rikisskattstjóra sé í greindum tilvikum fengið sekta-
vald, er honum samt ekki veitt heimild til að ákveða söku-
naut vararefsingu, ef sekt fæst ekki greidd.
Um sektavald, sem lagt er til annarra en dómenda, skipt-
ir nú mestu máli ákvæði í 112. gr. laga um meðferð opin-
berra mála nr. 82 frá 1961. Þar er lögreglumönnum heim-
ilað að gera vegfaranda sekt, allt að 300 krónum, ef hann
er staðinn að broti á umferðarlögum, bifreiðalögum eða
lögreglusamþykkt, enda játist sökunautur undir sektar-
greiðsfuna með undirskrift í sektabók, sem lögreglumaður
Tímarit lögfræðinga
51